Bróðir minn er í erfiðu sambandi - hvernig er hægt að hjálpa honum?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur hjá Lausninni svarar spurningum lesenda …
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartland. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skylduráðgjafi hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem hef­ur áhyggj­ur af bróður sín­um og hans ástar­sam­bandi.

Sætt Theodor. 

Bróðir minn er í erfiðu sam­bandi með konu sem okk­ur í fjöl­skyld­unni finnst koma illa fram við hann. Hann virðist ekki sjá ókosti henn­ar og ein­angr­ar sig frá okk­ur. Hvað get­um við gert til að bæta sam­skipt­in og styrkja hann í þess­um aðstæðum?

Kveðja, 

Anna

Íslensk kona hefur áhyggjur af bróður sínum.
Íslensk kona hef­ur áhyggj­ur af bróður sín­um. Yun­us Tug/​Unsplash

Sæl og blessuð Anna,

þetta er mjög góð spurn­ing. Hér skipt­ir að sjálf­sögðu mestu máli hvort að bróðir þinn sé sátt­ur í sam­band­inu eða hvort hann sætt­ir sig bara við ástandið. Á þessu tvennu er reg­in­mun­ur. Ef hann er sátt­ur þá end­ar þessi umræða þar.

Ef þið teljið að hann sé hins veg­ar ekki sátt­ur og sé bara að reyna að „lifa af“ í sam­band­inu þá er mjög mik­il­vægt að þið haldið góðu sam­bandi við hann. Það inni­held­ur að gef­ast ekki upp á að hringja í hann og bjóða hon­um í kaffi, draga hann með sér í sund, rækt­ina eða bíó, þó að það virðist stund­um vera svo­lítið ein­stefnu­legt. Hann þarf að vita að hann á ör­ugga höfn hjá ykk­ur og að þið „skammið“ hann ekki fyr­ir að gera ekk­ert í mál­inu. Þetta er oft erfitt og því auðvelt að láta þetta pirra sig, en drop­inn hol­ar stein­inn. Ég vona að þetta hjálpi.

Kær kveðja,

Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda