Hvenær má kona fara í nýtt ástarsamband eftir skilnað?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er að skilja eft­ir langt sam­band og velt­ir fyr­ir sér hvenær sé í lagi að fara í nýtt sam­band. 

Blessaður T. 

Ég er að skilja eft­ir langt sam­band og er að hugsa hver næstu skref hjá mér eru. Vin­kona mín seg­ir að maður eigi al­mennt ekki að fara í sam­band með nein­um fyrr en að liðin séu tvö ár frá skilnaði. Hún hafi sjálf gert þau mis­tök að gift­ast strax aft­ur eft­ir skilnað og það endaði illa.

Hvað mæla sér­fræðing­ar með?

Kveðja,

ein frá­skil­in. 

Íslensk kona veltir því fyrir sér hvenær er má fara …
Íslensk kona velt­ir því fyr­ir sér hvenær er má fara í nýtt ástar­sam­band eft­ir skilnað. Tabitha Turner/​Unsplas

Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Skilnaðir eru alltaf erfiðir, hvort sem maður biður um skilnað eða mak­inn vill skjlja. Það verður alltaf til ákveðin sorg sem ein­stak­ling­ar eiga síðan miserfitt með að yf­ir­stíga.

Það sem sorg á hins veg­ar alltaf sam­eig­in­legt er að maður hrist­ir hana ekki af sér einn, tveir og þrír. Það þarf lækn­ing­ar­ferli sem und­an­tekn­ing­ar lítið inni­held­ur tals­vert marg­ar sam­ræður, oft á tíðum bæði við vini og fagaðila.

Það ætti því aldrei að taka styttri tíma en eitt ár til að jafna sig á sam­bands­slit­um og því nær sem biðtím­inn nálg­ast tvö ár því betra.

Hér þarf samt líka að hafa í huga að þegar að skilnaði kem­ur er oft og tíðum lang­ur tími síðan sam­bandið „dó“ þó að fólk búi ennþá sam­an. Það er því afar per­sónu­legt á hvaða stað viðkom­andi er þegar sam­bandi lík­ur og því líka per­sónu­legt hvað lang­ur tími á að líða frá skilnaði þangað til byrjað er í nýju sam­bandi.

Það er þó alltaf skyn­sam­legt að fara hægt í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á lífi sínu sé þess nokk­ur kost­ur. Á þess­um tíma er mik­il­vægt að gefa eng­um til­finn­inga­leg lof­orð sem maður er ekki viss um að maður vilji eða geti staðið við.

Gangi þér vel með allt.

K.kv Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Thodor spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda