Hvenær má kona fara í nýtt ástarsamband eftir skilnað?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er að skilja eftir langt samband og veltir fyrir sér hvenær sé í lagi að fara í nýtt samband. 

Blessaður T. 

Ég er að skilja eftir langt samband og er að hugsa hver næstu skref hjá mér eru. Vinkona mín segir að maður eigi almennt ekki að fara í samband með neinum fyrr en að liðin séu tvö ár frá skilnaði. Hún hafi sjálf gert þau mistök að giftast strax aftur eftir skilnað og það endaði illa.

Hvað mæla sérfræðingar með?

Kveðja,

ein fráskilin. 

Íslensk kona veltir því fyrir sér hvenær er má fara …
Íslensk kona veltir því fyrir sér hvenær er má fara í nýtt ástarsamband eftir skilnað. Tabitha Turner/Unsplas

Sæl og blessuð og takk fyrir þessa spurningu.

Skilnaðir eru alltaf erfiðir, hvort sem maður biður um skilnað eða makinn vill skjlja. Það verður alltaf til ákveðin sorg sem einstaklingar eiga síðan miserfitt með að yfirstíga.

Það sem sorg á hins vegar alltaf sameiginlegt er að maður hristir hana ekki af sér einn, tveir og þrír. Það þarf lækningarferli sem undantekningar lítið inniheldur talsvert margar samræður, oft á tíðum bæði við vini og fagaðila.

Það ætti því aldrei að taka styttri tíma en eitt ár til að jafna sig á sambandsslitum og því nær sem biðtíminn nálgast tvö ár því betra.

Hér þarf samt líka að hafa í huga að þegar að skilnaði kemur er oft og tíðum langur tími síðan sambandið „dó“ þó að fólk búi ennþá saman. Það er því afar persónulegt á hvaða stað viðkomandi er þegar sambandi líkur og því líka persónulegt hvað langur tími á að líða frá skilnaði þangað til byrjað er í nýju sambandi.

Það er þó alltaf skynsamlegt að fara hægt í róttækar breytingar á lífi sínu sé þess nokkur kostur. Á þessum tíma er mikilvægt að gefa engum tilfinningaleg loforð sem maður er ekki viss um að maður vilji eða geti staðið við.

Gangi þér vel með allt.

K.kv Theodor

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Thodor spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál