Getur pillan leitt til rangs makavals?

Maisie Hill er markþjálfi með allt á hreinu.
Maisie Hill er markþjálfi með allt á hreinu. Skjáskot/Instagram

Konur gætu óvart valið rangan maka ef þær eru á getnaðarvarnarpillunni segir Maisie Hill, markþjálfari og rithöfundur. Hún segir að margir kvenkyns skjólstæðingar sínir komist að því að þær hrífist ekki lengur að maka sínum eftir að þær hætta á pillunni. 

Þá eigi konur sem eru í makaleit að hætta á pillunni á meðan því stendur.

Þó nokkrar rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að konur á hormónatengdum getnaðarvörnum kjósi heldur menn með kvenlegri andlitsdrætti og þegar þær hætta á getnaðarvörnunum þá kjósa þær síður karla með kvenlega andlitsdrætti. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.

Nýrri rannsóknir hafa þó ekki gefið slíkt til kynna og margir vara við misvísandi upplýsingum sem geta haft í för með sér óvelkomnar þunganir.

Hill hélt ræðu á bókmenntahátíð Cheltenham en hún gaf út bókina Powerful: Be the Expert in Your Own Life ásamt Max Nieuwdorp, sem skrifað hefur um mátt hormóna. 

„Pillan hefur tvímælalaust áhrif á hegðun og hverjum maður hrífst af. Ég hef lært þetta af skjólstæðingum mínum. Þetta eru konur sem hafa kannski verið með mökum sínum í fleiri ár. Um leið og þær hætta á pillunni til að eignast börn þá fatta þær að þær eru bara ekki svo hrifnar af þeim og langar ekki lengur í kynlíf með þeim. Hann er bara ekki sá rétti.“ 

„Ég dró lærdóm frá þeim og fór að mæla með því að hætta á pillunni áður en maður gengur í hnapphelduna eða tekur aðrar stórar ákvarðanir. Vertu án pillunnar og sjáðu hvort þú sért enn hrifin af honum,“ segir Hill markþjálfi.

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/C8uz8mSNKv5/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Author of Period Power (@_maisiehill_)</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda