30 atriði sem kveikja í konum

Nýju Netflix þættirnir Nobody Wants This hafa slegið í gegn …
Nýju Netflix þættirnir Nobody Wants This hafa slegið í gegn og eru vinsældirnar sagðar vera vegna þrá fólks eftir nánd. Skjáskot/Instagram

Nú þykir það ekki lengur nóg að vera bara huggulegur til fara. Karlar þurfa að mæta konum á andlegum nótum ef þeir eiga að ganga út.

Svo virðist sem tilfinningalegt svelti í hraða samtímans hrjái einna helst konur. Þær þrá að finna fyrir tengslum og að karlmenn ráði við bæði kosti þeirra og galla. Hræðist ekki gáfnafar þeirra eða velgengni. Þetta kemur fram í umfjöllun The Stylist.

Þrá tilfinningarík samtöl

„Þegar ég tala við vinkonur mínar um sambönd þá segjast þær þrá tilfinningaríkk samtöl og skilning. Þær tala um samskiptamynstur hins aðilans og hvernig þær þrá tilfinningagreind. Þær vilja meira en yfirborðskennd samtöl og leitast eftir einhverjum sem er að hitta sálfræðing og vinna í sér,“ segir í umfjölluninni.

Þá var heimsfaraldurinn og tækniöldin sagðar ástæður þessara umbreytinga á áherslum kvenna.

„Við vorum tilfinningasvelt í faraldrinum með allri þessari einangrun. Svo hefur líf okkar einnig færst yfir í netheima. Fólk er hætt að hittast með tilviljanakenndum hætti og daðrið minnkað. Talið er að stefnumótaforritin ýti undir einangrun og einmanaleika og skekkir félagsleg tengsl. Samfélagslegar breytur hafa því orðið til þess að við erum næmari fyrir nánd og leitumst eftir henni.“

50 atriði sem kveikja í konum

Blaðamenn The Stylist fóru á stúfana og spurðu konur hvað þætti kynþokkafyllst í fari karla og svörin létu ekki á sér standa. Flestar þráðu eitthvað óáþreifanlegt eins og ástarjátningar, að finnast þær vera séðar og að einhver mæti tilfinningalegum þörfum þeirra.

  1. Þegar þeir taka eftir einhverju neikvæðu hegðunarmynstri hjá manni og eru óhræddir við að benda á það. 
  2. Þegar þeir veita manni athygli. „Eitt sinn vísaði sá sem ég var að kynnast í bók sem hann hafði tekið eftir að ég var að lesa fyrir nokkrum vikum. Það fannst mér mjög heitt.“
  3. Að hlusta almennilega og meðtaka það sem maður segir.
  4. Að geta haldið augnsambandi.
  5. Þegar einhver er algjörlega óhræddur við að vera berskjaldaður.
  6. Að geta strítt hvort öðru á vinalegum nótum og gáfulega.
  7. Áreiðanleiki er mjög heitt. Þegar þeir segjast ætla að gera eitthvað, þá standa þeir við það.
  8. Þegar þeir skilja mann. 
  9. Þegar þeir koma hreint fram og segja: „Mér finnst þú frábær og ég hef áhuga á að kynnast þér.“ 
  10. Sjálfsöryggi án þess að vera hrokafullur.
  11. Sterk gildi.
  12. Að geta beðist afsökunar ef þeir klúðra einhverju.
  13. Að vera ástríðufullur yfir einhverju. Alveg sama hvað.
  14. Góður og vandaður orðaforði. 
  15. Að kunna að stafsetja og rétt málfar.
  16. Að kunna að lesa herbergið og bregðast við með viðeigandi hætti.
  17. Að vera ekki matvandur.
  18. Að hrósa eiginleikum sem skipta þig máli. 
  19. Að geta tjáð sig þrátt fyrir að það sé erfitt. Einhver sem flýr ekki af hólmi eða lokast þegar erfið samtöl eiga sér stað.
  20. Einhver sem getur létt á andrúmsloftinu.
  21. Þolinmæði.
  22. Að vera fróður um eitthvað og nennir að útskýra.
  23. Vill haldast í hendur.
  24. Segir: „Sest þú niður, ég skal sjá um þetta.“
  25. Þegar þeir hrífast af einhverju öðru en bara útliti. 
  26. Staðfesta. Þegar þeir segjast vera komnir til að vera.
  27. Góður við börn.
  28. Góður við dýr.
  29. Hræðast ekki þó að þú sért kannski fyndnari, gáfaðri, hæfileikaríkari eða ríkari en hann.
  30. Sjálfbjarga. Getur séð um sig sjálfur að öllu leyti. Þurfa ekki að kenna honum að klæða sig, þrífa eða elda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda