Þurfti að þola kynlífslaust hjónaband

Konan þráði meiri nánd í rúminu.
Konan þráði meiri nánd í rúminu. Ljósmynd/Colourbox

„Ég var 45 ára og hafði verið fráskililn í tvö ár. Mér fannst kynlíf algerlega framandi en á sama tíma frelsandi,“ segir Maria Lopiano í viðtali við The Times.

Maðurinn reyndist hommi

„Ég gifti mig 27 ára og átti þrjú börn. Ég var trygg og trú eiginkona í 16 ár. Ég og maður minn vorum bestu vinir og ég dýrkaði hann. En kynlífið skorti. Ég var falleg og í góðu formi en orðin þreytt á að líða ekki eins og hann þráði mig. Miklu síðar komst ég að því að hann var hommi.“

„Um leið og sannleikurinn kom í ljós small allt saman en það tók samt tíma fyrir mig að vinna úr þessum tilfinningum. Nú þurfti ég að spyrja mig hvað það væri sem ég vildi. Ég vildi kynlíf og að einhver vildi mig. Ég var búin að gleyma hvernig það var að einhver langaði í mig.“

Opinskáir á Tinder

„Flestir miðaldra karlarnir á markaðnum voru búnir að leika sér og vildu festa ráð sitt með mun yngri konu sem var til í barneignir. Ég var ekki þar. Ég komst á eitt stefnumót á þriggja mánaða tímabili. Ég skráði mig á Tinder og sagði engum frá því. Flestir karlarnir þar voru algerir hálfvitar og fóru ekki leynt með það. Mér fannst það ákveðinn kostur. Margir voru opinskáir um vankanta sína og ýmis undarleg heit og mér fannst það líka hressandi. Karlar sem elska konur, elska konur. Það var ótrúlega góð tilfinning sérstaklega eftir að hafa verið gift manni sem var bara ekki hrifinn af konum.“

Vill ekki hvern sem er

„Ég áttaði mig svo á því að ég vildi ekki sofa hjá hverjum sem var. Ég vildi eitthvað reglulegt og án skuldbindinga. Ég var að hitta einhvern í ár og fyrirkomulagið var þannig að einu sinni í viku stunduðum við frábært kynlíf og ég var komin heim um miðnætti því ég vildi vera til staðar fyrir börnin á morgnana.“

„Hann var fallegur og í góðri vinnu. Ég hélt að hann væri 35 ára en hann reyndist vera 25. Honum fannst bara svo auðvelt að vera með mér þar sem ég hafði engar væntingar í hans garð. Þegar ég fattaði hversu ungur hann var setti ég sambandið á ís.“

Þráði eitthvað dýpra

„Fljótlega var ég farin að þrá eitthvað dýpra. Ég vildi alvöru samband. Ég vildi finna einhvern sem myndi veita mér stuðning og elskaði mig fyrir mig. Þetta snýst ekki bara um félagsskap og kynlíf heldur líka að mynda tengsl þar sem maður lyftir hvort öðru upp í lífsins ólgu sjó.“

 „Það er hægt að hitta slíka manneskju á netinu en það er erfiðara að gefa þeirri manneskju tækifæri. Sambönd eiga það til að vaxa og dafna í gegnum langan tíma, þetta á við um vini og kunningja líka. Það er erfiðara að dæma um manneskju eftir að hafa hitt hana einu sinni eða tvisvar. Sumir eru feimnir eða halda aftur af sér.“

„Í dag er ég aftur komin á Tinder og fer á stefnumót og hitti fólk. Mig langar að finna einhvern sem ég get sagt frá degi mínum og einhvern sem er til í að gista. Þetta kemur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda