Þarf að þola tilbreytingalaust kynlíf?

Kynlíf styrkir samband og eykur nánd.
Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. Unsplash.com

Kona leitar ráða vegna kynlífs í tiltölulega nýju sambandi. 

Ég hef verið einhleyp í mörg ár og hef loksins kynnst frábærum manni. Eini hængurinn er sá að hann vill ekki mikið fjör í rúminu. Ég hef alltaf haft sterka kynhvöt og tel mig nokkuð ævintýragjarna. Ég og minn fyrrverandi áttum dramatískt samband en kynlífið var alltaf frábært. Þessi nýi maður er svo æðislegur og gerir líf mitt betra á svo marga aðra vegu. Þarf ég að sætta mig við tilbreytingalaust kynlíf til þess að vera með honum?

Svar sambandsráðgjafa The Times:

Það er erfitt að skilgreina hvað það er sem veldur því að fólk passi saman á kynlífssviðinu en þarna koma saman væntingar, þrár og langanir. Þetta er ekki eitthvað sem maður ígrundar í upphafi sambands því þá er allt svo nýtt og spennandi en eftir því sem á líður þá reynir meira á. Þá er gott að hafa í huga að kynlíf eitt og sér er ekki nóg til þess að viðhalda góðu sambandi eins og fyrra hjónaband þitt sannar. Maður þarf líka tilfinningalega og líkamlega nánd.

Ég tel það ekki rétt að bera saman kynlíf í tiltölulega nýju sambandi við það kynlíf sem þú áttir með öðrum til margra ára og fékk tíma til þess að þróast og þroskast. Kynlíf með einhverjum sem þú varst að kynnast er ekki endilega að fara að vera jafngefandi og með einhverjum sem þú varst gift. Það tekur langan tíma fyrir fólk að slaka á í návist hvors annars og að læra inn á líkama hvors annars.

Ef hann er að öðru leyti alveg fullkominn þá ættirðu að gefa honum tækifæri. Sá sem er góður í rúminu er ekki endilega sá sem kann allar stellingarnar heldur sá sem er í tengslum við þig, er í góðum samskiptum og kann inn á líkama kvenna. Ef ég þyrfti að velja á milli tækni og tillitssemi, þá myndi ég velja tillitssemi. Það má kenna hverjum sem er tækni en það er erfitt að kenna góð samskipti í rúminu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda