Gleymir að hugsa um sjálfa sig þegar erfiðleikar banka upp á

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

Linda Bald­vins­dótt­ir markþjálfi hjá Mann­gildi skrif­ar um hegðun þegar erfiðleik­ar banka upp á líf­inu. 

Ég veit ekki með þig sem þetta lest en ég á það til að fara í mótþróa við lífið þegar erfið verk­efni banka upp á hjá mér í líf­inu og ég gleymi hrein­lega að huga að sjálfri mér og því hvað væri best fyr­ir mig að gera við það sem var sett í fang mér hverju sinni.

Þessi mótþrói lýs­ir sér oft með því að ég verð reið út í lífið og fer að refsa því með því að hugsa ver um mig en ella og ég dett í vanþakk­læti og fýlu útí Guð og lík­lega menn einnig þó að ég viti að það þýðir lík­lega lítið.

Mótþrói gagn­vart líf­inu, eða viðnámið sem við finn­um gagn­vart því að fylgja straumi lífs­ins, er oft flók­in blanda til­finn­inga, minn­inga og viðbragða sem byggja á fyrri reynslu okk­ar per­sónu­leika og aðstæðum. Þessi viðbrögð koma stund­um fram í formi ótta, kvíða, reiði eða sjálf­sóör­ygg­is. 

Það sem ger­ist hjá okk­ur er að sjálfstalið okk­ar verður á frek­ar sjálfs­vorkunn­ar­leg­um nót­um og við hrein­lega leyf­um okk­ur að gef­ast upp og hætta að reyna að fá út úr líf­inu það sem okk­ur lang­ar til að það gefi okk­ur. 

Við höf­um flest til­hneig­ingu til að forðast eða fresta því að tak­ast á við erfiðu verk­efni lífs­ins vegna þess að þau vekja upp óþægi­leg­ar til­finn­ing­ar eins og ótt­ann við mis­tök eða af­neit­un og mótþró­inn verður því ein­hvers­kon­ar kon­ar varn­ar­viðbragð við því óör­yggi sem við telj­um að gæti skaðað sjálfs­mynd okk­ar eða til­finn­inga­legt jafn­vægi.

Marg­ir upp­lifa breyt­ing­ar sem ógn­vekj­andi ástand og flest finn­um við fyr­ir því á stund­um eins og þegar við verðum svo vana­föst að við get­um ekki einu sinni hugsað okk­ur að setj­ast á ann­an stól við eld­hús­borðið en þann sem við sitj­um alltaf í :) Þessi innri ótti við breyt­ing­ar og eins við það að gera mis­tök get­ur leitt til þess að við reyn­um að forðast áskor­an­ir, ótt­umst framtíðina og höld­um í gaml­ar en ör­ugg­ar venj­ur. Þegar við leyf­um þess­um ótta að stjórna okk­ur lok­ar hann fyr­ir mögu­leik­ana á vexti okk­ar og vel­gengni í líf­inu sjálfu og það er lítið smart.

Sjálfs­mynd­in okk­ar gegn­ir einnig mik­il­vægu hlut­verki í því að við för­um í mótþróa við lífið.

Við höf­um sterka til­hneig­ingu til að vernda sjálfs­mynd okk­ar hvort sem hún er já­kvæð eða nei­kvæð. Til dæm­is, ef við höf­um sterka trú á að við séum "ekki nógu góð" eða "ekki fær um að ná ár­angri," sköp­um við mótþróa gagn­vart þeim breyt­ing­um eða tæki­fær­um sem ögra þess­ari nei­kvæðu sjálfs­mynd. Þessi mótstaða get­ur þannig fest okk­ur í sjálf­sköpuðum tak­mörk­un­um, þar sem við verj­um rót­grón­ar hug­mynd­ir um okk­ur sjálf jafn­vel þó þær séu hamlandi og hafi slæm áhrif á lífs­skil­yrði okk­ar.

Mis­tök og ótt­inn við að gera þau er oft und­ir­liggj­andi or­sök mótþróa. Þetta get­ur verið hluti af okk­ar innri röddu sem seg­ir okk­ur að mis­tök séu óá­sætt­an­leg eða að þau hafi al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sjálfs­virðingu okk­ar. Þessi ótti við mis­tök get­ur leitt til þess að við forðumst áskor­an­ir, ótt­umst um framtíðina og höld­um í gaml­ar ör­ugg­ar venj­ur sama hvað þær kosta okk­ur. Þegar við leyf­um þess­um ótta að stjórna okk­ur, verður mótþró­inn sterk­ur þátt­ur í lífi okk­ar og hann lok­ar fyr­ir mögu­leik­ana á þróun okk­ar og vexti til góðs.

Okk­ar innri mótþrói get­ur einnig tengst þeim stöðuga sam­an­b­urði við aðra sem marg­ir upp­lifa. Við verðum oft óánægð þegar við ber­um okk­ur sam­an við ár­ang­ur annarra og finn­um fyr­ir van­mátt­ar­kennd. Þetta get­ur aukið mótþróa gagn­vart því að taka skref fram á við og við finn­um fyr­ir því að við miss­um trú á eig­in getu og hæfi­leika. Sam­an­b­urður­inn skap­ar þannig til­finn­ingu fyr­ir að vera „of smár“ eða „ekki nægi­lega góður,“ sem end­ur­spegl­ast í sjálfs­eyðandi hegðun og hugs­ana­mynstri.

Upp­lif­an­ir úr fortíðinni, þar á meðal upp­eld­isáhrif og fyrri sam­band­stengsl geta haft djúp­stæð áhrif á hvernig við bregðumst við nýj­um aðstæðum og áskor­un­um. Ef við höf­um al­ist upp við að fá nei­kvæða end­ur­gjöf eða að upp­eldið hafi verið mjög strangt get­um við átt erfitt með að trúa á eig­in getu og orðið mjög mót­tæki­leg fyr­ir ótta og eig­um því erfiðara með að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir og frest­um því eins lengi og stætt er.

En hvernig get­um við sagt mótþró­an­um stríð á hend­ur og sigrað hann?

Jú í þessu til­felli eins og flest­um öðrum er sjálfsþekk­ing­in til allra hluta nyt­sam­leg og við þurf­um að at­huga hvaðan við kom­um. Hvers vegna er vana­fest­an svona mik­il­væg fyr­ir okk­ur og af hverju eig­um við erfitt með að axla ábyrgð og koma okk­ur úr spor­un­um. Hvers vegna upp­lifi ég mótþróa þegar lífið geng­ur ekki upp að ein­hverju leiti og er ég full/​ur af af­brýðisemi gagn­vart þeim sem vel geng­ur í líf­inu eða er ég of mikið eða lítið af ein­hverju?

Þannig að í þessu til­felli er hugs­un­in og álit okk­ar á eig­in getu það fyrsta sem þarf að huga að eins og ávalt. 

Dag­bók­ar­skrif geta hjálpað mikið í sjálfsþekk­ing­ar­leit­inni og já­kvætt sjálfstal er hrein nauðsyn til að koma sér út úr hjól­för­un­um.

Sjálfs­ást­in er einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í lausn­ar­ferli mótþró­ans og við þurf­um svo sann­ar­lega að hætta að ein­blína á mis­tök okk­ar eða gall­ana. Fögn­um litl­um sigr­um og viður­kenn­um eig­in fram­far­ir í stað þess að horfa á aðra og klöpp­um okk­ur á öxl­ina þegar illa geng­ur og segj­um okk­ur að þetta gangi bara bet­ur næst.

Við höf­um vald yfir eig­in hugs­un, viðhorf­um og viðbrögðum og ætt­um aldrei að gleyma því. Svo velj­um vel hugs­an­ir okk­ar og viðhorf­in gagn­vart okk­ur sjálf­um og þar með lík­lega viðbrögðum okk­ar við áreiti lífs­ins.

Þakk­læti, slök­un og nú­vit­und eru allt góðar leiðir á leið okk­ar að lausn á mótþró­an­um og eins og alltaf er best að byrja á því að byggja upp sjálfs­traust okk­ar og opna okk­ur fyr­ir nýrri reynslu.

Og eins og alltaf er ég ein­ung­is einni tímapönt­un í burtu ef þú vilt vinna með þitt sjálfs­traust og sjálfsþekk­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda