Er hægt að stoppa illt umtal maka nákomins aðila?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér illu umtali nátengds aðila og veltir fyrir sér hvað sé til ráða. 

Blessaður. 

Aðili sem er nátengdur mér á maka sem gerir í því að drulla yfir mig, mínar skoðanir og áhugamál og hefur látið þannig gagnvart mér í mörg ár.

Hvað get ég gert?

Ég hef hugsað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að svara fyrir mig, hef líka hugsað um að spurja manneskjuna sem er nátengd mér hvað það er sem viðkomandi sér í maka sínum og ætti að fá mig til að þola maka sinn. 

Kveðja, 

PL

Sæl. 

Þetta er tiltölulega algengt vandamál. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á að setjast niður með viðkomandi og hugsanlega með þínum nátengda aðila og athuga hvað viðkomandi gangi til.

Ef þú ert að mati þessa aðila „óalandi og óferjandi“ þá er lítið í málinu að gera annað en taka þann dóm „á kassann“ og draga úr samskiptum við viðkomandi.

Þar er mikilvægt að muna að við þurfum að draga heilbrigð mörk fyrir okkur sjálf og hluti þeirra marka er að eiga ekki í meiðandi samskiptum.

Það er líka mikilvægt að muna að við þurfum alls ekki að kunna vel við alla sem okkur tengjast þó að mikilvægt sé að sýna kurteisi og virðingu eins og okkur er framast hægt. Ég vona að þetta hjálpi. 

Kær kveðja,

Theodor

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodor spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda