Má trillusjómaður kaupa í matinn á kostnað trillunnar?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun & ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá trillusjómanni sem veltir fyrir sér hvort hann megi kaupa mat handa fjölskyldunni á kostnað trillunnar. 

Sæll.

Ef ég á trillu er þá í lagi að versla í matinn fyrir heimilið og skrá á trilluna?
Veit að þetta er gert.

Kveðja,

S

Sæll útgerðarmaður.

Nú er það þannig að til frádráttar tekjum má draga frá frádráttarbæran kostnað sbr. 31. gr. laga um tekjuskatt. Allir þurfa að borða sama í hvaða atvinnurekstri þeir eru og kostnaður við heimilisrekstur fellur aldrei þar undir.

Þannig að einfalda svarið er nei. 

Ef atvinnurekandi sér starfsfólki sínu fyrir fæði á vinnutíma endurgjaldslaust ber að reikna fæðishlunnindi á móti skv. reglum um hlunnindi starfsmanna.    

Ég vil einnig benda þér á að skoða reglugerð um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri sem er nr. 1300/2001.  

Ég veit það hljómar ekki vel að eyða tíma í reglugerðarlestur en þessi reglugerð er einfaldlega á auðskiljanlegu mannamáli um ýmislegt sem tengist frádráttarbærni kostnaðar og er vel þess virði að renna yfir. 

Kær kveðja, 

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda