Eru það raunverulega flottustu fötin og húsgögnin sem við viljum?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

Linda Sig­ríður Bald­vins­dótt­ir markþjálfi hjá Mann­gildi skrif­ar um jóla­gjaf­ir og gildi þeirra. Hvað þráum við raun­veru­lega í jóla­gjöf? 

Nú er jóla­hátíðin rétt hand­an við hornið og mesti höfuðverk­ur minn fyr­ir öll jól núorðið er að vita hvað ég á að gefa hverj­um og ein­um í jóla­gjöf þar sem mér finnst all­ir eiga allt.

Þegar ég er sjálf spurð um ósk­ir mín­ar get sagt með sanni að í dag þrái ég mest að fá í jóla­gjöf sam­veru með mín­um nán­ustu ásamt ást þeirra og um­hyggju, og það væri meira en nægj­an­legt- en er samt þakk­lát fyr­ir gjaf­mildi þeirra og um­hugs­un sem bíður mín í formi fal­legra inn­pakkaðra pakka und­ir skreyttu jóla­tré.

Ég er spyr iðulega mína nán­ustu um ósk­ir þeirra fyr­ir jól­in og eins hlusta ég allt árið eft­ir merkj­um um hvað það er sem þeim vant­ar, og stund­um næ ég að slá í gegn með því sem í pökk­un­um frá mér leyn­ist.

Allt árið er ég þó að gefa þeim það sem ég held að mestu máli skipti fyr­ir þau en það er að segja þeim hversu mikið ég elska þau og auðvitað að knúsa þau í hvert skipti sem við hitt­umst (unga fólk­inu lík­lega til mik­ils ama), en það eru þær gjaf­ir sem ég held að muni lifa lengst í minni þeirra.

En flest­ir eiga lík­lega í fór­um sér óskalista fyr­ir jól­in sem full­ur er af allskon­ar glingri og skemmt­un, draum­um, von­um og jafn­vel hlut­um sem við telj­um að gætu gert okk­ur ham­ingju­söm, - en er hægt er að pakka inn því sem við raun­veru­lega þráum að fá í jóla­gjöf svona ef við leit­um lengst inn í hjarta okk­ar?

Eru það raun­veru­lega nýj­ustu tæk­in, flott­ustu föt­in og hús­gögn­in sem við vilj­um, eða ósk­um við okk­ur ein­hvers sem eng­in leið er að pakka inn í skraut­leg­an jólapapp­ír?

Við setj­um kannski efn­is­lega hluti á list­ann okk­ar þegar við erum spurð hvers við ósk­um að fá í jóla­gjöf, en ef við erum hrein­skil­in við okk­ur sjálf þá held ég að ósk­ir okk­ar séu aðeins and­legri en það sem finna má í hill­um versl­ana.

Kannski vilj­um við held­ur fá teng­ingu við fjöl­skyldu og vini en fal­lega inn­pakkaða hluti í jóla­gjöf og kannski vilj­um við fá tíma til að njóta lífs­ins, eiga góða heilsu og eiga frið í hjarta okk­ar frek­ar en að fá fal­leg­an vasa eða nýj­an síma.

Ég tel að verðmæt­ustu gjaf­irn­ar séu fólgn­ar í því að fá tíma og óskipta at­hygli ein­hvers sem við elsk­um, sam­töl án trufl­ana og augna­blik þar sem nær­umst sam­an í gleði.

Í aðdrag­anda jól­anna er ein gjöf sem við ætt­um helst að gefa en hún er sú að taka frá tíma til að fyr­ir­gefa, hvort sem það er að fyr­ir­gefa öðrum eða okk­ur sjálf­um- því að fyr­ir­gefn­ing­in hef­ur töframátt fyr­ir huga okk­ar, sál og hjarta og hún sam­ein­ar fjöl­skyld­ur, vini og gef­ur okk­ur frið.

Teng­ing er okk­ur einnig mik­il­væg og hef­ur sterk áhrif á ham­ingju­stig okk­ar, ekki síst á hátíðum, og því væri það dá­sam­legt ef við gæt­um styrkt sam­bönd okk­ar við aðra, ræktað kær­leik­ann og gefið um­hyggju okk­ar án þess að ætl­ast til að fá eitt­hvað í staðinn.

Eins þurf­um við að gefa okk­ur sjálf­um leyfi til að hvílast, njóta og finna gleðina sem fæst með þakk­læti og með því að meta ein­fald­ari hliðar til­ver­unn­ar eins og fal­legu jóla­birt­unn­ar og gleði í aug­um barna.

En hvernig sem ósk­ir okk­ar eru vona ég svo sann­ar­lega í það minnsta að list­inn okk­ar þetta árið sé fyllt­ur löng­un til að gefa og taka á móti þeim gjöf­um sem gera lífið inni­halds­rík­ara, gjöf­um eins og bros­um, knús­um, koss­um, sam­kennd og kær­leika því að það eru gjaf­ir sem veru­legu máli skipta fyr­ir gæði lífs okk­ar.

Nýt­um tím­ann og hugs­um út fyr­ir ramm­ann því að við get­um gert svo margt gott á þess­um árs­tíma.

Við get­um til dæm­is stutt við góðgerðarsam­tök í nafni ein­hvers sem við elsk­um.

Við get­um boðið upp á tíma og hjálp til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda og við get­um búið til hand­gerðar gjaf­ir sem sýna að okk­ur er annt um þann sem þær fær.

Við get­um einnig gefið lof­orð um að eiga gæðastund­ir sam­an með þeim sem einmana eru og tekið með þeim göngu­túra, splæst í kaffi eða bara eiga stutt sam­tal við þá.

Við get­um sett í um­slag fal­leg orð til þeirra sem þættu vænt um að fá slíkt og við get­um styrkt sam­bönd okk­ar og kíkt oft­ar á þá sem við elsk­um.

Hvað sem við gef­um og ger­um, höf­um í huga það sem við vit­um öll innst inni að skipt­ir öllu máli, en það er að láta eng­an vera ein­an á jóla­hátíðinni – því það á eng­inn að borða einn.

Og að lok­um:

Hvernig væri að við spyrðum okk­ar nán­ustu að því hvers þeir þörfnuðust mest frá okk­ur sem ekki væri hægt að setja í umbúðir með slaufu á, og reynd­um síðan af fremsta megni að verða við þeim ósk­um?

Því þegar allt kem­ur til alls er stærsta og mesta gjöf­in sem við get­um gefið og þegið kær­leik­ur, fyr­ir­gefn­ing, hlýja og ein­læg teng­ing við okk­ur sjálf og aðra.

Elsk­um í orðum og gjörðum og lát­um þessa hátíð ljóss og friðar lifa í kær­leiks­ríku hjarta okk­ar og fram­komu við ná­ung­ann elsku­leg­ustu mín.

Sendi ykk­ur öll­um mín­ar fal­leg­ustu ósk­ir um Gleðilega jóla­hátíð og mikla far­sæld og ótelj­andi bless­an­ir á kom­andi ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda