Afhverju heldur fólk framhjá yfir hátíðirnar?

Sumir njóta þess að halda framhjá.
Sumir njóta þess að halda framhjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Klínískur sálfræðingur segir að fleiri haldi framhjá yfir hátíðirnar en margir halda og að þetta sé að færast í aukanna með árunum.

„Algengust eru framhjáhöldin á vinnustöðum enda ver fólk miklum tíma í vinnunni. Flest sambönd hefjast á vinnustöðum. Það magnast upp spenna yfir árið og kannski er eitthvað daður búið að vera í gangi. Svo fara öll partýin í gang yfir hátíðarnar með áfengi um hönd og þá er voðinn vís,“ segir Baker Sorekli sálfræðingur í hlaðvarpinu I´ve Got News For You.

Samkvæmt breskri stefnumótasíðu Datingroo þá sýna kannanir að 35% kvenna og 31% karla hafa haldið framhjá í kringum jólin. Þá hafa stefnumótasíður einnig fundið fyrir fleiri nýskráningum í kringum jólin eða aukning sem nemur um 300% og margt af því fólk þegar í samböndum.

„Oft snúast framhjáhöld ekki um makann. Þetta er oft bara endurspeglun á því hvar einstaklingurinn sjálfur er staddur í eigin lífi. Stundum er fólk lífsleitt og finnur fyrir þunga hversdagsins. Það vill upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Framhjáhald er þó aldrei rétta leiðin til þess að finna fyrir spennu. Betra sé að stuðla að opnum samskiptum og ræða málin áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda