Auglýsti dóttur sína á Kringlumýrarbraut

Lena er ekki aðeins vel menntuð heldur gull falleg og …
Lena er ekki aðeins vel menntuð heldur gull falleg og algjör skvísa. Samsett mynd/Aðsend

Það kom hinni 23 ára Lenu Rún Daðadóttur heldur betur á óvart þegar auglýsingaskiltið við Kringlumýrarbraut opinberaði Smitten-reikning hennar og hana sjálfa með orðunum: 

„Dóttir mín leitar að nýju heimili. Hún er hjartahlý og klár. Þarf að losna við hana sem fyrst vegna ofnæmis á endalausri samfélagsmiðlanotkun, notkun slanguryrða, klukkutíma löngum sturtuferðum og ófrágengnum matardiskum. Hún er á smitten...“

Að sögn Lenu birtist auglýsingin einnig í Bændablaðinu.

Lena segir að hundrað manns hafa líkað við hana á …
Lena segir að hundrað manns hafa líkað við hana á Smitten í kjölfar auglýsingarinnar sem var uppi í gær. Skjáskot/Instagram

Forsagan er sú að Lena býr hjá foreldrum sínum. „Ég byrjaði að vinna hjá Smitten fyrir nokkrum mánuðum síðan og pabbi er búinn að vera svo óþolinmóður að koma mér út,“ segir hún og hlær. Lena er með B.Sc.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og sér um félagsmiðlana fyrir Smitten.

Í léttu gríni sendi Daði, faðir Lenu, póst á markaðsteymi Smitten með fyrirspurn um hvort hægt væri að aðstoða hana í makaleitinni og segir Lena markaðsteymið hafa tekið beiðni föður hennar skrefinu lengra.

Lena segist hafa fengið veður af því að þetta væri að fara í loftið en að auglýsingin hafi verið mun stærri en hana grunaði. Spurð segir hún að auglýsingin hafi heldur betur borið árangur en áhugi á Smitten-reikningi hennar fór upp úr öllu valdi í gærdag á meðan auglýsingin var uppi. „Já, það eru sumir mjög efnilegir sem „lækuðu mig“. Mér líst bara vel á þetta.“

View this post on Instagram

A post shared by Lena Daða (@lenaarun)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda