Sum sambönd eru nógu sterk til þess að endast í langan tíma, jafnvel ævina. Það er samt bara vegna þess að báðir aðilar leggja sig fram í sambandinu.
Jillian Turecki, sambandsráðgjafi og rithöfundur, segir að þó að maður eigi aldrei að eltast við einhvern þá eru stundum góðar ástæður til þess að gefa einhverjum tækifæri. Atriði sem hafa þarf í huga:
„Aldrei eltast við neinn. Þú ert að hlúa að sjálfri þér með því að eltast ekki við fólk sem gefur ekki færi á sér. Notaðu orkuna í að byggja upp öflugt samband við sjálfa þig og ekki sætta þig við það að fólk velji þig ekki að fullu.“
„Sannleikurinn er sá að fólk eyðir of miklum tíma í að greina manneskju sem er ekki tiltæk og ætti að verja tíma sínum frekar í það að fjarlægjast hana. Fólk þarf að vera sammála um hvað það er sem gerir sambönd góð og hvernig líf telst vera gott í þeirra augum. Ef manni greinir á um þetta þá getur maður kannski átt í ævintýrum saman en átt erfitt með að skapa gott líf saman.“
„Ein stærsta lexía lífsins er að læra hvenær á að sleppa takinu. Ef einhver trúir því að hamingjan liggi annars staðar þá má ekki aftra viðkomandi í að finna hamingjuna. Ég er aldrei að fara að gera mitt líf erfiðara með því að reyna að sannfæra einhvern um að vera með mér. Ef einhver er með mér þá er það af fúsum og frjálsum vilja. Við þurfum að velja hvort annað á hverjum degi.“