Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, fer fögrum orðum um kærasta sinn, David Agyenim Boateng, en hann fagnaði 34 ára afmæli á dögunum.
„Þessi flotti maður og fallega sál er 34 ára í dag, hann er alveg að ná mér. Hann er ekki mikill afmælisstrákur og neitar öllum fagnaðarlátum,“ skrifar Freyja um hann á Instagram.
„David er með róandi nærveru og er fyndinn, hlátur hans er smitandi. Hann gefur bestu faðmlögin og þó að hann sé ekki maður margra orða þá á hann erfitt með að hætta að tala þegar hann byrjar. Okkar stærsta vandamál er að við virðumst lifa á mismunandi tímum sólarhringsins, sem getur farið í taugarnar á mér en honum þykir fyndið. Ghana-tíminn, segir hann. Ég elska þig,“ er meðal annars það sem hún skrifar um David.
Parið opinberaði samband sitt í febrúar síðastliðnum þegar Freyja birti mynd af David á Facebook-síðu sinni í tilefni af bóndadeginum. Það er fimm ára aldursmunur á parinu.