Valentínusardagurinn er fullkomið tækifæri til að fagna ástinni, hvort sem er með rómantísku stefnumóti, skemmtilegri upplifun eða einfaldlega notalegri stund með þeim sem þér þykir vænt um. Hér eru 10 hugmyndir sem hægt er að gera á Valentínusardaginn, föstudaginn 14. febrúar.
Að elda saman getur verið ótrúlega rómantískt og skemmtilegt. Veljið uppskrift sem þið hafið aldrei prófað áður eða búið til ykkar uppáhaldsrétt. Hlustið á góða tónlist, kveikið á kertum og hafið það notalegt. Það snýst ekki bara um matinn heldur líka samverustundina.
Skapaðu þína eigin spa-upplifun heima. Notið ilmkerti, andlitsmaska og slakandi nudd til að skapa afslappaða og rómantíska stemningu.
Fjallganga eða einföld gönguferð í nærliggjandi náttúru getur verið ótrúlega rómantísk, sérstaklega ef þið klæðið ykkur eftir veðri.
Pakkið saman teppi, heitum drykkjum og farið á stað þar sem stjörnurnar blasa við. Talið um drauma og framtíðina meðan þið horfið á himinhvolfið - ef veður leyfir.
Veljið ykkur rómantíska bíómynd, undirbúið gott möns eins og popp og kók og komið ykkur vel fyrir.
Breytið morgninum í rómantískt stefnumót með ljúffengum morgunmat í rúminu.
Spilið borðspil, tölvuleiki eða prufið quiz saman. Þetta skapar skemmtilega og létta stemningu sem getur leitt til mikils hláturs og góðra samverustunda.
Takið fram blað og blýant, eða farið alla leið með pensla, málningu og striga. Málið eða teiknið mynd hvert af öðru án þess að sýna verkið fyrr en þið eruð bæði búin. Þetta er skemmtileg og óformleg leið til að hlæja saman, sjá hvert annað í nýju ljósi og búa til skapandi minningu sem þið getið jafnvel rammað inn eftir á.
Takið saman myndir og minningar frá ykkar sambandi og búið til fallega minningabók. Þetta er skemmtileg leið til að rifja upp falleg augnablik.
Ef þið hafið tíma, skipuleggið óvænta dagsferð eða helgarferð á stað sem þið hafið lengi viljað heimsækja. Litlar ferðir geta skapað stærstu minningarnar.
Hvort sem þið kjósið að gera eitthvað einfalt og þæginlegt eða eitthvað sórt og mikið, þá er lykilatriðið að eyða gæðastund saman.