10 skotheldar hugmyndir að Valentínusarstefnumóti

Valentínusardagurinn er föstudaginn 14.febrúar.
Valentínusardagurinn er föstudaginn 14.febrúar. AFP

Valentínus­ar­dag­ur­inn er full­komið tæki­færi til að fagna ást­inni, hvort sem er með róm­an­tísku stefnu­móti, skemmti­legri upp­lif­un eða ein­fald­lega nota­legri stund með þeim sem þér þykir vænt um. Hér eru 10 hug­mynd­ir sem hægt er að gera á Valentínus­ar­dag­inn, föstu­dag­inn 14. fe­brú­ar.

1. Elda sam­an

Að elda sam­an get­ur verið ótrú­lega róm­an­tískt og skemmti­legt. Veljið upp­skrift sem þið hafið aldrei prófað áður eða búið til ykk­ar upp­á­halds­rétt. Hlustið á góða tónlist, kveikið á kert­um og hafið það nota­legt. Það snýst ekki bara um mat­inn held­ur líka sam­veru­stund­ina.

2. Heima-spa

Skapaðu þína eig­in spa-upp­lif­un heima. Notið ilm­kerti, and­lits­maska og slak­andi nudd til að skapa af­slappaða og róm­an­tíska stemn­ingu.

3. Göngu­ferð í nátt­úr­unni

Fjall­ganga eða ein­föld göngu­ferð í nær­liggj­andi nátt­úru get­ur verið ótrú­lega róm­an­tísk, sér­stak­lega ef þið klæðið ykk­ur eft­ir veðri.

4. Kvöld und­ir stjörn­un­um

Pakkið sam­an teppi, heit­um drykkj­um og farið á stað þar sem stjörn­urn­ar blasa við. Talið um drauma og framtíðina meðan þið horfið á him­in­hvolfið - ef veður leyf­ir.

5. Róm­an­tískt bíó­kvöld

Veljið ykk­ur róm­an­tíska bíó­mynd, und­ir­búið gott möns eins og popp og kók og komið ykk­ur vel fyr­ir.

6. Morg­un­mat­ur í rúmið

Breytið morgn­in­um í róm­an­tískt stefnu­mót með ljúf­feng­um morg­un­mat í rúm­inu.

7. Spila spil

Spilið borðspil, tölvu­leiki eða prufið quiz sam­an. Þetta skap­ar skemmti­lega og létta stemn­ingu sem get­ur leitt til mik­ils hlát­urs og góðra sam­veru­stunda.

8. Mála eða teikna hvort annað

Takið fram blað og blý­ant, eða farið alla leið með pensla, máln­ingu og striga. Málið eða teiknið mynd hvert af öðru án þess að sýna verkið fyrr en þið eruð bæði búin. Þetta er skemmti­leg og óform­leg leið til að hlæja sam­an, sjá hvert annað í nýju ljósi og búa til skap­andi minn­ingu sem þið getið jafn­vel rammað inn eft­ir á.

9. Minn­inga­bók

Takið sam­an mynd­ir og minn­ing­ar frá ykk­ar sam­bandi og búið til fal­lega minn­inga­bók. Þetta er skemmti­leg leið til að rifja upp fal­leg augna­blik.

10. Óvænt æv­in­týra­ferð

Ef þið hafið tíma, skipu­leggið óvænta dags­ferð eða helg­ar­ferð á stað sem þið hafið lengi viljað heim­sækja. Litl­ar ferðir geta skapað stærstu minn­ing­arn­ar.

Hvort sem þið kjósið að gera eitt­hvað ein­falt og þæg­in­legt eða eitt­hvað sórt og mikið, þá er lyk­il­atriðið að eyða gæðastund sam­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda