Meðvirkni gríðarlega skaðleg samböndum

Þeir sem þjást af meðvirkni fela sig alltaf bakvið grímu, …
Þeir sem þjást af meðvirkni fela sig alltaf bakvið grímu, geta ekki sagt skoðanir sínar eða sett mörk af ótta við höfnun. saeed karimi/Unsplash

„Meðvirkni get­ur átt sér stað í hvaða um­hverfi sem er, þegar ein­stak­ling­ar bú­ast við of mikl­um stuðningi hver frá öðrum, setja óviðeig­andi mörk og sýna ástæðulausa tryggð.“ Þetta hef­ur Jeremy Sutt­on, doktor í heim­speki, m.a. eft­ir Virg­iniu A. Kelly, höf­undi bók­ar­inn­ar Addicti­on in the Family.

Sutt­on skrif­ar grein um meðvirkni á vefsíðuna Positi­ve Psychology sem áhuga­vert er að kynna sér. Grein­inni er ætlað að skoða þá staðreynd að meðvirkni geti haft skaðleg áhrif á sam­bönd og hvaða skref fagaðilar taka til að styðja við bata skjól­stæðinga frá meðvirkni.

Óeðlileg umhyggja í garð annarra, á kostnað eigin hagsmuna, er …
Óeðli­leg um­hyggja í garð annarra, á kostnað eig­in hags­muna, er meðvirkni. Al­vin Mahmudov/​Unsplash

Meðvirkni: Skil­grein­ing og þýðing

Hug­takið meðvirkni er sagt vera mikið notað í heil­brigðis­geir­an­um þegar kem­ur að meðhöndl­un við fíkni­sjúk­dóm­um. Hins veg­ar er einnig hægt að skil­greina meðvirkni óháð fíkn­inni, þótt hafa beri í huga að hún sé ekki skil­greind sem sál­ræn rösk­un.

Þá er meðvirkni skil­greind sem of mikið til­finn­inga­legt eða sál­rænt traust til maka, for­eldr­is, barns eða annarr­ar mann­eskju, sam­kvæmt Bacon & Conway (2023). 

„Sum­ir fagaðilar lýsa meðvirkni sem sam­bandi þar sem báðir ein­stak­ling­ar glíma við lágt sjálfs­mat, eiga erfitt með að setja mörk, sem gjarn­an fel­ur í sér óeðli­lega stjórn­un.“

Uppeldi getur ýtt undir og viðhaldið meðvirkni.
Upp­eldi get­ur ýtt und­ir og viðhaldið meðvirkni. Sandra Seita­maa/​Unsplash

Ein­kenni, or­sak­ir og af­leiðing­ar meðvirkni

Bacon & Conway segja meðvirkni fela í sér tutt­ugu ein­kenni og eru þar á meðal; að bera um­hyggju fyr­ir öðrum á kostnað eig­in þarfa, þókn­ast öðrum til að sækj­ast eft­ir viður­kenn­ingu og forðast deil­ur, bæla niður til­finn­ing­ar, kunna ekki að setja mörk, finna til óhóf­legr­ar ábyrgðar gagn­vart öðrum og stjórn­semi. 

Listi af of­an­töld­um ein­kenn­um er þó ekki full­nægj­andi, fleiri atriði eru til­tek­in á list­an­um.

Þá fer Sutt­on einnig yfir or­sak­ir meðvirkni í grein sinni sem byggja á skil­grein­ing­um Bacon & Conway. Þær or­sak­ir sem m.a. eru tald­ar upp eru: Alkó­hólismi í fjöl­skyldu, van­ræksla og and­leg mis­notk­un, áföll í æsku og erfðir, sem hafa óbein áhrif. 

Þá geta of­an­greind­ar or­sak­ir og ein­kenni leitt til meðvirkni ein­stak­lings, sem fel­ur m.a. í sér að missa tök á eig­in líðan með því að ein­blína of mikið á hinn aðilann í sam­bandi, lágt sjálfs­mat, til­finn­inga­leg­an rúss­íbana, að finn­ast hann eiga hinn aðilann í sam­bandi, af­brýðisemi og fölsk ör­ygg­is­til­finn­ing.

Tilfinningalegt ójafnvægi er eitt einkenni meðvirkni.
Til­finn­inga­legt ójafn­vægi er eitt ein­kenni meðvirkni. Icons8 Team/​Unsplash

Meðvirkni í sam­bönd­um

Í grein­inni kem­ur fram að meðvirkni sé flókið vanda­mál sem geti rústað sam­bönd­um. Rann­sókn­ir benda til að upp­eldi og mynd­un tengsla geti haft veru­leg áhrif á upp­haf og viðhald meðvirkr­ar hegðunar. Óör­yggi í tengsl­um, t.d. að forðast ákveðna hluti, sé lík­legra til að leiða til meðvirkra ástar­sam­banda.

Ólíkt meðvirk­um sam­bönd­um ein­kenn­ast heil­brigð sam­bönd af ör­yggi í sam­skipt­um, heil­brigðum mörk­um, sjálfs­virðingu, reglu á til­finn­ing­um og meira jafn­vægi.

Meðvirkni getur rústað samböndum á milli tveggja einstaklinga, rétt eins …
Meðvirkni get­ur rústað sam­bönd­um á milli tveggja ein­stak­linga, rétt eins og alkó­hólism­inn. Ky Nang/​Unsplash

Hvernig á að kom­ast yfir meðvirkni

Sutt­on fer yfir nokk­ur atriði er varða hvernig kom­ast eigi yfir meðvirkni, byggt á til­lög­um Kelly (2015). Fyrst og fremst þarf ein­stak­ling­ur að spegla eig­in hegðun og vera heiðarleg­ur.

Viðkom­andi þarf að viður­kenna meðvirkn­ina í sam­band­inu og festa hend­ur á nei­kvæðar hugs­an­ir. Ein­stak­ling­ur­inn þarf að átta sig á að til­finn­ing­ar mak­ans hafa ekk­ert með hans eig­in að gera og eiga ekki að hafa áhrif á sjálfs­mat hans.

Gera grein því fyr­ir hvar í sam­band­inu vanti mörk og að jafn­vel þurfi að eyða smá tíma frá maka, vera meira með vin­um eða sinna eig­in áhuga­mál­um. 

Síðast en ekki síst spil­ar fag­leg­ur stuðning­ur stóra rullu, ef nauðsyn­legt þykir.

Positi­ve Psychology

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda