Eina leiðin er að vera edrú

Einar Örn Benediktsson er gestur í hlaðvarpinu Labbitúr.
Einar Örn Benediktsson er gestur í hlaðvarpinu Labbitúr. mbl.is/Einar Falur

Ein­ar Örn Bene­dikts­son, listamaður og tón­list­armaður, er gest­ur Har­ald­ar Þor­leifs­son­ar í hlaðvarpsþætt­in­um Labbit­úr. Ein­ar er einn af stofn­end­um Syk­ur­mol­anna, hljóm­sveit­ar sem skil­greindi ís­lensku popp- og rokksen­una á ní­unda ára­tugn­um og lagði grunn­inn að þeirri tón­list­ar­bylgju sem við þekkj­um í dag.

Í þætt­in­um fer hann yfir fer­il sinn, sköp­un­ar­ferlið, sam­band sitt við tónlist og list, áskor­an­ir, lífstíl og hvernig hann nálg­ast sköp­un á ein­stak­an hátt. Hann deil­ir einnig hugs­un­um sín­um um tón­list­ariðnaðinn, áfengi og ábyrgð, og hvernig hann hef­ur verið edrú í 28 ár.

Ein­ar seg­ir að það hafi verið al­ger til­vilj­un að hann hafi byrjað í tónlist. 

„Ég var með vin­um mín­um – Frikka, Braga og Ásgeiri – og þá, allt í einu, var mér rétt­ur míkró­fónn og mér var sagt að syngja. Ég setti mig bara inn í tón­list­ina og fylgdi henni, og þá fór eitt­hvað í gang,“ seg­ir Ein­ar en þessi óvænta inn­ganga inn í tón­list­ina leiddi hann inn í heim sem hann hafði ekki séð fyr­ir, en átti svo sann­ar­lega heima í.

Í dag spil­ar Ein­ar með hljóm­sveit­inni Ghost Digital, hljóm­sveit sem geng­ur út á að tón­list­in breyt­ist við hvern flutn­ing.

„Já, þau eru bara til í þess­ari út­gáfu,“ seg­ir hann um lög­in sín. „Ef ein­hver myndi vilja syngja með, þá er það ekki hægt, því text­inn er ekki sá sami. Og plús það að ég man hann ekki!“

Ghost Digital brýt­ur hefðbundna tón­list­ar­upp­bygg­ingu og er tónlist þeirra meira flæði og til­finn­ing held­ur en fyr­ir­fram ákveðin formúla.

„Ég kann ekki að telja tónlist, ég hef bara til­finn­ingu fyr­ir því. Ég fylgi því sem lagið er að segja mér hverju sinni.“

Þessi nálg­un spegl­ar einnig hvernig hann hef­ur unnið að list sinni, hvort sem það er í tónlist, mynd­list eða öðrum skap­andi grein­um.

List án hug­mynda

Ein­ar hef­ur ekki aðeins látið tón­list­ina stýra ferli sín­um held­ur hef­ur hann einnig verið virk­ur í mynd­list í mörg ár. Hins veg­ar hef­ur hann mjög ákveðnar skoðanir á hvernig list ætti að verða til.

„Það er aldrei nein hug­mynd, þær eru það versta,“ seg­ir hann. „Þegar þú vinn­ur út frá hug­mynd­um, þá þarftu alltaf að vinna úr þeim, og þá er hug­mynd­in ekki leng­ur hug­mynd. Að reyna að lýsa ein­hverj­um hug­hrif­um eða hug­ljóm­un – ef ég væri að lýsa fyr­ir þér ein­hverju frá­bæru sem ég sá, get­ur það aldrei verið annað en eft­ir­lík­ing af því sem ég sá. Það er bara eft­ir­lík­ing af upp­run­an­um.“

Fyr­ir hann snýst sköp­un ekki um að fram­kvæma fyr­ir­fram ákveðnar hug­mynd­ir held­ur að leyfa list­inni að verða til í flæðinu.

Haraldur Þorleifsson heldur úti hlaðvarpinu Labbitúr.
Har­ald­ur Þor­leifs­son held­ur úti hlaðvarp­inu Labbit­úr.

Edrú í 28 ár

Ein­ar hef­ur verið edrú í 28 ár og seg­ir það einu rétta leiðina fyr­ir sig. Þegar Har­ald­ur spyr hvort það sé gott að vera edrú, svar­ar hann ein­fald­lega:

„Ég hugsa ekk­ert um það. Ég held það sé eina leiðin. Þá er ég að minnsta kosti ekki að taka neitt inn og veit þá að það er ekki vegna ein­hvers ann­ars að ég er eins og ég er. Ég er bara ég, því ég er eins og ég er.“

Hann bend­ir á að fólk í dag sé sí­fellt að taka inn ut­anaðkom­andi áreiti – hvort sem það er áfengi eða bara sjón­varpsþætt­ir.

„Allt þetta sem er ut­anaðkom­andi er að skapa það ástand að þú tek­ur ekki ákvörðun.“

Hon­um finnst mik­il­vægt að vera meðvitaður um sín­ar ákv­arðanir og axla ábyrgð á eig­in lífi, án þess að skýla sér á bak við ut­anaðkom­andi áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda