Þetta segja taugasálfræðingar um kynlíf

Margar ástæður geta legið að baki kynlífsleysi.
Margar ástæður geta legið að baki kynlífsleysi.

Hvað segja tauga­sál­fræðing­ar um mik­il­vægi kyn­lífs? Tíma­ritið Styl­ist.co.uk fór í saum­ana á því sem kem­ur marga við.

Því meira kyn­líf því betra

Svo virðist sem löng­un­in eft­ir kyn­lífi auk­ist eft­ir því sem maður stund­ar oft­ar kyn­líf. Þetta er vegna dópa­mín los­un­ar heil­ans sem á sér stað þegar maður á von á kyn­lífi og á meðan því stend­ur. 

„Tauga­lífeðlis­fræðin er afar flók­in þegar kem­ur að kyn­lífi og al­mennri kyn­hvöt og tek­ur til ým­issa heila­svæða, jafn­vel mæn­unn­ar,“ seg­ir Faye Be­geti, tauga­lækn­ir og vís­indamaður. 

„Þegar við ger­um eitt­hvað sem veit­ir okk­ur ein­hvers kon­ar ánægju þá losn­ar um vellíðun­ar­horm­ón og það styrk­ir okk­ur í því að vilja end­ur­taka upp­lif­un­ina. Þetta nær ekki aðeins til kyn­hegðunar held­ur upp­lif­um við þetta einnig þegar við borðum eða horf­um á góða bíó­mynd.“

„Reglu­legt kyn­líf get­ur einnig skilað sér í betra kyn­lífi hvað gæði varðar. Þannig að þegar við stund­um kyn­líf, ein eða með öðrum, þá styrkj­um við bet­ur sam­bandið á milli kyn­færa og heil­ans. Því oft­ar, því sterk­ari verða teng­ing­arn­ar. Þannig gæti kyn­hvöt­in orðið sterk­ari og með tíma verður auðveld­ara að fá betri og sterk­ari full­næg­ingu.“

Reglu­legt kyn­líf gott fyr­ir heils­una

„Vellíðun­ar­horm­ón­in fá mann til þess að líða bet­ur eft­ir kyn­líf og slík nánd get­ur einnig brúað bil milli tveggja ein­stak­linga sem eru að kljást við erfiðleika í sam­band­inu. Þá eiga marg­ir auðveld­ara að sofna eft­ir kyn­líf. Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá get­ur reglu­legt kyn­líf stuðlað að al­mennu heil­brigði, minnkað kvíða og eflt and­lega heilsu til langs tíma litið.“

„En all­ar þess­ar já­kvæðu hliðar kyn­lífs hverfa um leið og kyn­lífið er orðið að kvöð eða er streitu­vald­andi á ein­hvern hátt. Kyn­lífið verður að þjóna okk­ur til góðs.“

Því meira því betra?

Marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á tengsl bættr­ar heila­virkni og tíðni kyn­lífs. Kon­ur á aldr­in­um 18-29 ára stóðu sig bet­ur á próf­um ef þær stunduðu reglu­lega kyn­líf sam­an­borið við þær sem gerðu það ekki. Rann­sókn­ir á karl­kyns rott­um sýndu það sama, þær rott­ur sem stunduðu kyn­líf dag­lega sýndu meiri tauga­virkni en þær sem stunduðu kyn­líf einu sinni á meðan á rann­sókn­inni stóð.

Sér­fræðing­arn­ir benda þó á lágt al­hæf­ing­ar­gildi slíkra rann­sókna og að marg­ir aðrir þætt­ir eiga hlut að máli. Ald­ur, mennt­un og sam­fé­lags­leg staða ein­stak­linga hef­ur oft­ast mun meiri áhrif á and­lega virkni fólks. Svo get­ur það verið að þeir sem stunda reglu­legt kyn­líf eru ein­fald­lega bara í betra formi og al­mennt virk­ari en þeir sem gera það ekki. 

Hvaða áhrif hef­ur kyn­lífsþurrð?

„Flest­ir upp­lifa tíma­bil af litlu kyn­lífi ein­hvern tím­ann á æv­inni. Aðstæður í líf­inu geta orðið til þess. En fyrst reglu­legt kyn­líf er gott fyr­ir heils­una, er þá lítið kyn­líf skaðlegt?“

„Það get­ur verið erfitt fyr­ir þá sem vilja stunda kyn­líf en geta það ekki. Minn­ing­in um gott kyn­líf er þeim ljós og upp­lifa ákveðna sorg yfir missin­um. Það get­ur í viss­um til­fell­um valdið þung­lyndi. 

Svo eru aðrir ein­fald­lega með minni kyn­hvöt t.d. vegna breyt­inga­skeiðs eða barneigna. Þeir ættu ekki að hafa áhyggj­ur held­ur ein­fald­lega leita ráða til sér­fræðinga. Stund­um er hægt að bregðast við með ein­föld­um úrræðum.“

„Það þarf að skoða upp­tök kyn­lífsþurrðar­inn­ar. Sum­ir vilja sneiða hjá kyn­lífi til þess að vinna í sjálfu sér. Svo eru aðrir sem finnst að kyn­lífið ætti að vera mun oft­ar en það er til dæm­is fólk í sam­bönd­um þar sem gagn­kvæm löng­un er ekki leng­ur til staðar. Ef auk­in tíðni kyn­lífs leiðir til meiri kyn­lífslöng­un­ar þá get­ur minni tíðni leitt til minni löng­un­ar. Þetta er ákveðinn víta­hring­ur sem skap­ast og get­ur verið erfitt að ráða bót á og mik­il hætta er á að pör fest­ist í þessu mynstri. Þá er gott að leita sér hjálp­ar kyn­lífs­fræðings.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda