Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Fædd: 30. nóvember 1990: Stendur við það sem hún segir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Haraldur Jónasson/Hari

Áslaug er mjög gömul sál og var í raun bara eins og gömul kona strax þegar hún var lítil stelpa, svo þroskuð var hún. Hún virðist þó yngjast með hverju árinu sem líður og hún tekur lífinu léttar en áður þó svo að hún taki að sér ábyrgðarmeiri störf í dag en í gær.

Mig grunar að foreldrar hennar hafi jafnvel haldið að þau ættu von á dreng þegar prinsessan kom í heiminn, því í henni býr mikið strákslegt eðli og þar af leiðandi á hún oft betra með að vinna með karlmönnum en konum. Þeir treysta henni fullkomlega enda traustsins verð og svo slúðrar hún aldrei um náungann, sem er fallegur eiginleiki. Hún hefur sterkari réttlætiskennd en flestir og stendur alltaf við það sem hún segir svo hún gæti farið í fyrstu varlega með orðaval sitt í nýja embættinu. En þar sem hún hefur aldrei ætlað sér að verða nein puntudúkka og enginn getur sagt að svo sé þá á hún eftir að koma á óvart bæði í orði og á borði.

Hún á marga góða vini, sérstaklega frá sínum yngri árum, en það er erfitt að komast að hjarta hennar vegna þess að þó svo að við treystum henni þá treystir hún ekki öllum. Að eðlisfari er hún ekki mikil kannski-manneskja, það er annaðhvort já eða nei, svart eða hvítt. Í öllu sínu réttlætiseðli fer hún samt eftir lögum og reglum og það verður ekki hægt að klína á hana neins konar vitleysu.

Þar sem hún fæddist svona fullorðin getum við sagt að hún gæti vart hafa verið eldri að taka við þessu embætti því að hún nýtir tímann sinn tvöfalt á við meðalmanneskju.

Það er ekki hægt að segja að þolinmæði sé hennar helsta dyggð en í uppvextinum lærði hún að tileinka sér þolinmæði þar sem þörf er á. Þetta ár sem hún er að fara í gegnum núna gerist eins og á ofsahraða og mörg tækifæri hafa orðið á vegi hennar eins og við vitum en hún hefur gripið þau og þorað að segja já. Það koma tækifæri hjá okkur öllum en þau stoppa yfirleitt stutt við svo við þurfum að vera snögg að hugsa.

Og þar sem Áslaug er keppnismaðurinn sem ætlar sér að komast í mark á réttum tíma sýnir hún sjaldan á sér hik. Hún hefur innst inni allt sitt líf verið að búa sig undir þau verkefni sem nú taka við. Ég segi því við þjóðina: Gefum henni tíma, sýnum henni þolinmæði og styðjum hana.

Merki Áslaugar er Bogmaður

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda