Mánaðarspá Siggu Kling er komin á mbl.is. Í spánni fer hún yfir líf fólks í öllum stjörnumerkjunum.
„Elsku hrúturinn minn, það er svo sérkennilegt valdatafl í kringum þig, hvort sem það tengist fjölskyldu, vinahóp eða hvað svo sem þú ert að fara í gegnum og það er svo mikilvægt í öllu þessu að þú skoðir ofurvel hvernig þú ætlar að takast á við þetta.
Þú þarft að nota visku til að sjá hvernig þú ætlar að heyja þennan bardaga og þarft svo sannarlega að fá fólk með þér í lið hvar sem það stendur, því í því felst sigurinn. Núna þarftu að nota orðheppni þína, jafnvel smjaður og pínu daður er það sem kemur þér lengst og peningalega verðurðu betur settur, svo hættu að óttast þá hlið.
Yfir lífi þínu hefur ein setning alltaf verið svo sterk; þetta reddast, því það hefur alltaf gert það, hláturinn og grínið að lífinu og sjálfum þér styrkir þig svo sannarlega og það er þitt tungl sem skreytir hinn 13 október, sem er sunnudagur, svo þetta er svo innilega þinn mánuður. Kraftinn og orkuna til þess að stíga upp úr öllu því sem þú kærir þig um færðu úr náttúrunni, sjónum, fjöllunum og tunglinu sem gefur þér nokkurs konar endurfæðingu.“
HÉR getur þú lesið um Hrútinn í heild sinni.