Sterkari en nokkru sinni

Steingeitin 22. des - 19. jan

Elsku Steingeitin mín, þú baðar þig svo sannarlega í sviðsljósinu á þessu ári, hvort sem þú vilt það eða ekki, en létt, hressandi drama umlykur þig í janúarmánuði og þú skreppur eitthvað merkilegt með engum fyrirvara, eða planar ferð sem þú bjóst ekki við að væri skráð í skýin.

Allra augu eru einhvernveginn á þér þessa fyrstu mánuði ársins og þú hefur miklar skoðanir, en farðu varlega með þær þó þær séu 100% réttar. Sýndu þolimæði í sambandi við peninga því að kauphækkun í lífinu eða aðstæðum leyfir þér að geta gert hlutina öðruvísi en þú bjóst við.

Það er mikið að gerast í vinnunni hjá þér og eitthvað meira en augað sér og þá sérstaklega í apríl og það er alveg sama þó þér finnist það eitthvað ömurlegt, þá áttu eftir að finna betri líðan og verður í betri stöðu og sterkari en þú hefur nokkurntímann verið.

Maí og júní verða dásamlegur tími sem tengir ástina og frjósemi, einnig virðist þú fá viðurkenningar og jafnvel afsökunarbeiðni, því þarna kemur fram að þú hefur rétt fyrir þér og réttlætið mun sigra þér í hag.

Ekki leika þér í ástinni, heldur settu allt í botn og segðu hvernig þér líður, hvað þér finnst og hvað þú vilt, því blessuð Venus er sterkust í maí og júní en teygir samt anga sína út allt árið. Forðastu samt freistingar, einnar nætur gaman eða eitthvað þvíumlíkt sem gæti sett allt á hvolf í lífi þínu. Þú nennir því ekki og þarft ekki á því að halda, svo nei er svarið við þessháttar.

Það verður komið sterkt öryggisnet í kringum þig þegar haustið heilsar þér, svo þú þarft ekki að ýta eða hagga við neinu því allt er eins og það á að vera. Þú kemst á mikilvægt stig og nærð að hafa áhrif á þeim stöðum sem þú virkilega vilt og nýtur þín.

Þú verður stoltur af þessu sem gefur þér svo aftur nýjar hugmyndir og kraft til að gera enn betur, svo þetta er árið sem ótrúlegustu hlutir gerast og allra augu eru á þér.

Áramótaknús og kossar, Sigga Kling

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda