Þú ert forstjórinn

Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Elsku Tvíburinn minn, þetta verður afar, afar merkilegt ár og þó þér finnist að mörgu leyti ekki vera nógu mikið að gerast í upphafi ársins, allavega ekki það sem þú hafðir óskað þér, þá hefur lífið og alheimurinn lag á því að senda manni gjafirnar öðruvísi en þær voru pantaðar.

Það er búið að vera svo ofboðslega mikið að gera hjá þér á síðasta ári og þetta nýja ár eflir líf þitt til muna og fólk á eftir að taka meira og betur eftir þér, ef það er hægt.

Þú hefur nefnilega svo miklu meiri áhrif en þig grunar og allt sem þú hefur hugsað og sagt í gegnum tíðina er skráð í skýin, og eftir því sem þú leyfir þér að óska stærra og vera jákvæðari þá gengur allt svo miklu, miklu betur.

Næstu mánuðir gefa þér miklu meiri stjórn á huganum eða heilanum, því sálin er nefnilega forstjórinn og þú þarft að þagga niður í þessum ofurhugsandi heila, hugsanirnar koma frá heilanum og í 80% tilfella hugsarðu það sama og þú hugsaðir í dag og gerir það sama og þú gerðir í gær.

Þú þarft að gefa skýrar skipanir NEI og út með þær hugsanir sem eru meiðandi, því það er ekkert að pína þig eins mikið eins og þessir litlu blindfullu kallar í höfðinu á þér sem muna ekkert sem þeir sögðu og þeir eru með sömu skilaboðin aftur og aftur.

Þegar þú skilur að þú ert forstjórinn, en sú tilfinning er að opnast fyrir þér á næstu mánuðum, getur þú séð betur og betur hversu mikil áhrif þú hefur sjálfur á hamingjuna.

Í apríl byrjar þú á nýjum hlutum, það er svo margt að gerast í apríl og maí, sem tengist litum regnbogans, eitthvað sem kemur á óvart, lætur hjarta þitt léttast og þér finnst þú sért að springa úr hamingju.

Ástin er í öllu sínu veldi að skjóta sínum örvum að þér, og hún getur að sjálfsögðu tengst mörgu, en samt svo sannarlega alltaf því sem þú elskar og sumarið kemur snemma hjá þér og þess vegna leikurðu á als oddi. Talan einn er þín lífstala á þessu ári og táknar það að þú munt verða opinn fyrir nýjum hlutum, táknar hugrekki og að þú munir sigrast á hindrunum.

Þú ferðast mikið á þessu ári og nýir staðir verða fyrir valinu, þú átt eftir að græða svo margfalt í þessum ferðalögum eða ferðalagi, því þú kynnist nýju fólki sem breytir lífssýn þinni eða hefur mikil áhrif á þig, þannig að þegar haustið og veturinn birtist ertu svo miklu betur undirbúinn, því þér líður svo vel og þegar manni líður vel er maður hamingjusamur og þannig tæklar þú árið.

Áramótaknús og kossar, Sigga Kling

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál