Bogamaðurinn: Þú munt finna framtíðarmakann

Elsku Bogmaður­inn minn,

það er búið að ganga á ýmsu, en þú ert bú­inn að ákveða að þetta ár verði marg­falt betra en í fyrra og ég get al­veg skrifað und­ir það. Fe­brú­ar gef­ur þér út­kom­ur og sýn­ir þér hvar þú stend­ur í líf­inu, því síðustu þrír mánuðir eru al­deil­is bún­ir að marka líf þitt.

Núna er komið að upp­gjöri og með svo­litl­um til­færsl­um þá lít­ur þessi mánuður af­skap­lega vel út, sjötta skiln­ing­ar­vitið þitt er eitt­hvað svo kraft­mikið og tengt við mik­inn ár­ang­ur og að slaka á er lyk­ill­inn að fram­hald­inu.

Ástin er góð því stressið er að hverfa og ef þú ert ný­lega kom­inn í teng­ingu við ástarguð eða gyðju, ertu lík­lega bú­inn að finna framtíðarmakann. Trygg­lyndið ein­kenn­ir þig og traustið til að allt gangi vel fær­ir þér enn meiri kraft og ef þér finnst pen­ing­arn­ir ekki vera að koma til þín í stríðum straum­um þá er eitt­hvað að opn­ast og annað að lokast tengt því flæði.

Þú átt eft­ir að nota þenn­an mánuð vel, byggja upp betri til­veru og vera ánægður með sjálf­an þig og það sem þú hef­ur af­rekað. Þér líður bet­ur og bet­ur því þú teng­ist þinni innri ró, ekk­ert get­ur haggað þér sama hvaða storm­ur veit­ist að þér, þá tek­urðu varla eft­ir hon­um og þessi stóíska ró kem­ur þér á óvart svo þú verður hissa á sjálf­um þér.

Þú spá­ir kannski meira í lífið en hin merk­in og verður svo dá­sam­lega heillaður af því sem hinir láta fram­hjá sér fara. Ork­an þín er svo mögnuð, þú sérð alltaf hið já­kvæða og aðrar hliðar á hlut­un­um og þú munt nýta þér þessa undra­sýn til að styrkja þig.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda