Fiskurinn: Það verður allt á útopnu hjá þér

Elsku Fisk­ur­inn minn,

það er eins og merki­leg­asta fólk í heimi fæðist í Fiska­merk­inu og það eru svo marg­ir í þessu merki sem hafa verið áhrifa­vald­ar í mínu lífi og ég ber ómælda virðingu fyr­ir.

Það er að byrja hjá þér 100 daga tíma­bilið, sem end­ur­nýj­ar svo af­skap­lega mikið bæði í ork­unni þinni, hugs­un­um og í því sem er að ger­ast í kring­um þig og þú ert að læra svo margt og mikið sem hjálp­ar þér til þess að verða þín eig­in fyr­ir­mynd og áhrifa­vald­ur.

Þegar líður á þenn­an tíma verður vart nokkuð sem get­ur bitið þig, eins og þú eld­ist um 100 ár í visku og þú lít­ur svo miklu bet­ur út vegna þess að þú veist svo sterkt mun­inn á réttu og röngu, svo það skín út frá þér friður sem ég get ekki sagt að sé endi­lega al­geng til­finn­ing hjá þér elsk­an mín.

Þú ert svo til­finn­inga­lega tengd­ur öllu, nátt­úr­unni, ver­öld­inni, ást­inni og fólk­inu þínu, en þar sem þú ert bú­inn að lenda í svo mörgu í líf­inu áttu það til að loka þig al­veg niðri í kjall­ara og það er ekki hægt að lesa neitt í það hvernig þér líður í raun. Það er svo al­gengt að í Fiska­merk­inu sé fólk sem eigi dýr og núna framund­an í þessu 100 daga tíma­bili virðast marg­ir ykk­ar eiga eða vera að eign­ast fé­laga úr dýra­rík­inu.

Þú verður á mikl­um þönum, að redda, bjarga, þrífa, pússa, bóna og breyta og í því öllu verður hvíld þín fólg­in, því þú færð enga hvíld úr því að vera aðgerðarlaus og sofa og þú lof­ar ein­hverju upp í erm­ina á þér sem gæti valdið þér kvíða, en það leys­ist svo ekki eyða tíma þínum í að hugsa um það.

Vist­ar­ver­ur þínar verða betri og bjart­ari, þú legg­ur mik­inn kraft í það að skapa rétt and­rúms­loft og það er eins og all­ir vilji knúsa þig því þú send­ir frá þér sanna auðmýkt og góðmennsku. Ef reiði er eitt­hvað að þvæl­ast fyr­ir þér þá á hún ekki heima hjá þér og mun bara eitra fyr­ir þér, svo beindu hugs­un­um þínum annað og það bitra fer. Þú ert þinn dóm­ari í líf­inu svo sýndu sjálf­um þér meiri al­menni­leg­heit, í því er list­in af vellíðan fólg­in.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda