Hrúturinn: Haltu áfram á fullri ferð

Elsku Hrút­ur­inn minn,

það er ekk­ert annað í boði í stöðunni en að halda áfram á fullri ferð og til þess að breyta líf­inu þarf oft bara eina ákvörðun, en það þarf að taka hana og standa við hana, og þú verður svo al­deil­is feg­inn þegar þú sérð þetta og hversu auðvelt allt verður þegar ákvörðunin hef­ur verið tek­in. Það er eins og létti og birti til, veðrið í lífi þínu verður eins og best verður á kosið og þér líður vel.

Þú átt eft­ir að leika þér mikið á næst­unni og leyfa þér kæru­leysi, já ég sagði leyfa þér það, því það er ekki al­gengt að þú sért kæru­laus. En þegar þú meðvitað leyf­ir þér og slepp­ir tök­un­um, þá skemmt­ir sér eng­inn eins vel og þú.

Það er mik­ill „rythmi“ í líf­inu þínu og svo margt sem þú ert að tak­ast á við í augna­blik­inu, en það sem þú ert að opna fyr­ir og gera er líka lyk­ill­inn að því að láta drauma ræt­ast. Þú get­ur held­ur ekki látið öll­um í fjöl­skyld­unni líka svo ofur vel við þig, því það  veld­ur of miklu stressi og streitu hjá þér að halda öllu og öll­um góðum.

Þú storm­ar áfram svo eft­ir þér verður tekið, en þú fatt­ar sjálf­an þig eig­in­lega ekki og sérð ekki hvaða glæsikraft þú hef­ur upp á að bjóða, en nýttu þér sjarmann sem skín frá þér og daðraðu þig í gegn­um vit­leys­urn­ar sem eru í kring­um okk­ur öll, því það er eng­inn snjall­ari en þú að finna leiðir til þess að laga hlut­ina.

Það hringdi Hrút­ur í mig um dag­inn sem sagði: „Mér finnst ekk­ert hafa verið að ger­ast hjá mér und­an­far­in ár, ég les alltaf stjörnu­spána þína og hún fær­ir mér von.“ Ég svaraði henni að það væri nefni­lega oft þannig að við hefðum svo lága tíðni og orku að ekk­ert hreyfðist.

Þú þarft þess vegna að standa upp og hreyfa meira al­heim­inn og þá muntu skilja hversu sterk­ur Hrút­ur þú í raun og veru ert. Það hef­ur mikið breyst hjá þess­ari konu síðan hún talaði við mig, en þið hafið alltaf valið, hvort þið takið þátt í líf­inu eða ekki því það er ákvörðun og ást­in er alltaf mest í kring­um þig á vor­in, svo hún mun efl­ast hvort sem þú trú­ir á hana eða ekki.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda