Krabbinn: Þú breytir ósigrum í sigra

Elsku hjart­ans Krabb­inn minn,

það er eins og þú sért að upp­lifa fæðingu, þú ert að ganga í gegn­um tíma­bil þar sem þú ótt­ast að ekk­ert sé að virka eins vel og þú vilt og í þess­ari stöðu sérðu svo miklu skýr­ar eitt­hvað nýtt eða gam­alt sem þú get­ur breytt í svo magnaðan hlut eða viðburð.

Þegar myrkrið er mest eru mögu­leik­arn­ir flest­ir, því það er í eðli þínu að breyta ósigr­um í sigra, þú get­ur sagt marg­ar sög­ur um það. Núna held­urðu áfram af mun meira kappi en þú bjóst við, þú skrif­ar, skap­ar eða hrind­ir í fram­kvæmd nýj­um verk­efn­um sem þú bjóst jafn­vel ekki við þú gæt­ir eða mynd­ir fram­kvæma.

Það er svo sterk­ur verndar­eng­ill í kring­um þig og heil­un sem lýs­ir leið út í gegn­um lík­ama þinn og huga og þú færð auka kraft til að rækta sjálf­an þig og þú svo sann­ar­lega býður bæði gamla og nýja vini vel­komna og þá verður kátt í höll­inni.

Þú hef­ur verið svo rausn­ar­leg­ur og gjaf­mild­ur í gegn­um tíðina og þess­vegna á þér svo sann­ar­lega að líka vel við þann karakt­er sem þú hef­ur að geyma, blessa hann og knúsa og þú munt sjá og upp­lifa svo margt á ör­skömm­um tíma eins og þú les­ir bók eða bæk­ur á nokkr­um mín­út­um.

Þér mun líða vel því þú hef­ur ekk­ert að ótt­ast, erfiðleik­arn­ir búa í fortíðinni en þeir eru í raun og veru það sem hafa gert þig að þess­ari marg­breyti­legu mann­eskju sem þú ert, en þú færð ekki allt til­baka sem þú hef­ur lánað, gefið eða tapað, svo láttu það ekki verða þér fjöt­ur um fót eða hindra þig í þínum mark­miðum því þá fest­istu í fortíðinni og þar viltu ekki vera.

Per­són­ur og leik­end­ur sem hafa verið eða eru í lífi þínu, skapa mik­inn drama á næst­unni, en það er þín ákvörðun hvort þú lát­ir það hafa áhrif á þig eða þér finn­ist gam­an að leika þér að eld­in­um, þitt er valið og ég segi við þig að það er dá­sam­legt líf að vera drama­laus Krabbi

Vorið býður upp á ferðalög sem þú gæt­ir grætt svo heil­mikið á, ekki bara skemmt­un held­ur eitt­hvað stærra og merki­legra en þig grunaði.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda