Ljónið: Fallegasta fólkið er í Ljónsmerkinu

Elsku Ljónið mitt,

ég ætla að staðhæfa það að fal­leg­asta fólkið býr í þessu merki, það er al­veg með ólík­ind­um hvað þið standið alltaf upp úr, þið eruð svo tindr­andi og tign­ar­leg. Það hef­ur svo sann­ar­lega verið mikið að ganga á hjá þér í til­finn­ing­um, um­hverfi og líðan sem helst að sjálf­sögðu allt í hend­ur, en þú hef­ur svo inni­lega kraft­inn til að berj­ast og það er svo skemmti­lega absúrd setn­ing sem ég sendi þér, að þú þarft stund­um „að feika það þangað til þú meik­ar það“.

Þú skalt bera þig vel sama hverj­ar kring­um­stæðurn­ar eru, það er mik­ill sprengi­kraft­ur í kring­um þig sem gæti þeytt þér lang­ar leiðir án þess að þú ætlaðir þér það og þess­ar sér­kenni­legu aðstæður verða þér gjöf­ul­ar og end­ur­reisa þig í þeirri mynd sem þú vilt vera.

Það eru all­ir að nálg­ast þig með svo mik­illi um­hyggju, svo leyfðu fólki að klappa þér og færa þér gjaf­ir. Þú ert að rísa upp úr öskustónni eins og ný og end­ur­bætt mann­eskja, þú sérð fortíðina renna hratt fyr­ir aug­un­um á þér og sérð eft­ir mörgu, en þú hef­ur enn þá tíma og mögu­leika til að breyta stöðunni, þó að þú sért þreytt í vinnu eða lífs­ins verk­efn­um þá er það and­ar­tak að líða.

Dag­arn­ir þínir hafa verið svo­lítið köfl­ótt­ir, hafa rokkað á milli svart­sýni og bjartýni, og þó að það sé ekki í eðli þínu að fara auðveld­ustu leiðina þá bendi ég þér á að fara stystu leiðina og taka fyrsta skrefið núna, það mun marg­borga sig.

Friður, ró og kyrrð munu magna upp kraft­inn þinn og hreinsa úr þér pirr­ing­inn af smá­atriðum sem skipta engu máli. Stóru vanda­mál­in verða þér auðveld­ari en þú held­ur og þú skalt ekki hika við að ráðast á eða í þau, því þú ferð í gegn­um fjallið sama hversu stórt eða breitt sem það er.

Það er svo merki­legt fyr­ir þig að næsta fulla tungl sem verður  9. fe­brú­ar er í Ljóns­merk­inu og þess vegna segi ég að fe­brú­ar hef­ur meiri þýðingu fyr­ir þig en þú get­ur gert þér grein fyr­ir, sem þýðir að þessi mánuður þýðir að þú sért kam­elljón sem get­ur aðlagað sig að öllu.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda