Ljónið: Fallegasta fólkið er í Ljónsmerkinu

Elsku Ljónið mitt,

ég ætla að staðhæfa það að fallegasta fólkið býr í þessu merki, það er alveg með ólíkindum hvað þið standið alltaf upp úr, þið eruð svo tindrandi og tignarleg. Það hefur svo sannarlega verið mikið að ganga á hjá þér í tilfinningum, umhverfi og líðan sem helst að sjálfsögðu allt í hendur, en þú hefur svo innilega kraftinn til að berjast og það er svo skemmtilega absúrd setning sem ég sendi þér, að þú þarft stundum „að feika það þangað til þú meikar það“.

Þú skalt bera þig vel sama hverjar kringumstæðurnar eru, það er mikill sprengikraftur í kringum þig sem gæti þeytt þér langar leiðir án þess að þú ætlaðir þér það og þessar sérkennilegu aðstæður verða þér gjöfular og endurreisa þig í þeirri mynd sem þú vilt vera.

Það eru allir að nálgast þig með svo mikilli umhyggju, svo leyfðu fólki að klappa þér og færa þér gjafir. Þú ert að rísa upp úr öskustónni eins og ný og endurbætt manneskja, þú sérð fortíðina renna hratt fyrir augunum á þér og sérð eftir mörgu, en þú hefur enn þá tíma og möguleika til að breyta stöðunni, þó að þú sért þreytt í vinnu eða lífsins verkefnum þá er það andartak að líða.

Dagarnir þínir hafa verið svolítið köflóttir, hafa rokkað á milli svartsýni og bjartýni, og þó að það sé ekki í eðli þínu að fara auðveldustu leiðina þá bendi ég þér á að fara stystu leiðina og taka fyrsta skrefið núna, það mun margborga sig.

Friður, ró og kyrrð munu magna upp kraftinn þinn og hreinsa úr þér pirringinn af smáatriðum sem skipta engu máli. Stóru vandamálin verða þér auðveldari en þú heldur og þú skalt ekki hika við að ráðast á eða í þau, því þú ferð í gegnum fjallið sama hversu stórt eða breitt sem það er.

Það er svo merkilegt fyrir þig að næsta fulla tungl sem verður  9. febrúar er í Ljónsmerkinu og þess vegna segi ég að febrúar hefur meiri þýðingu fyrir þig en þú getur gert þér grein fyrir, sem þýðir að þessi mánuður þýðir að þú sért kamelljón sem getur aðlagað sig að öllu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda