Mörg mörk skoruð!

Elsku Vatnsberinn minn,

það er hægt að segja með sanni að núna sé allt að gerast og þú sérð svo sannarlega alheiminn hreyfast fyrir augunum á þér. Janúarmánuður er svoleiðis búinn að skrifa inn töluverða streitu og í þessum krafti streitunnar verður útkoman spennandi.

Að sjálfsögðu viltu hafa lífið bara einfalt, öruggt, gott og blítt, en þér á eftir að finnast gaman í þessum glaða og skemmtilega rússíbana sem þú ert í eða ert að fara í. Það er eins og þú getir tekið ákvarðanir á leifturhraða, hent þeim út í orkuna og það sem þú óskar byrjar að gerast, svo hafðu óskirnar fallegar.

Þessi mánuður minnir á handboltann, þar sem mörg mörk verða skoruð, einn okkar uppáhaldshandboltamaður Geir Sveinson er Vatnsberi, mér finnst bara gaman að segja þér frá því. Það er alveg sama þó að þér finnist að það sé hálfleikur, þú sért mörgum mörkum undir og enginn möguleiki að ná þessu, hvorki á réttum tíma eða með réttri útkomu, en þegar þú ert í kraftinum og leiknum verðurðu að hugsa um stundina sem þú hefur. Þú átt eftir spinna svo góða leikfléttu að það kemur sjálfum þér og öðrum á óvart og þú sýnir hörku sem þú hélst þú ættir ekki til, en þegar þú þarft geturðu stoppað eldgos.

Í tilfinningadeildinni gefðu þá þeim sem þú elskar rými, traust og stuðning og þá smellur ástin og útkoman verður góð. Þessi mánuður verður líkt og að sitja við stórt hlaðborð og úr mörgu að velja til að setja á diskinn þinn, en ekki láta plata þig eða ginna þig í að prófa eitthvað af þessum réttum, ef þú skynjar að sál þín segir nei við einhverjum af þessum réttum, þá skaltu hlusta á innsæi þitt.

Þig mun dreyma meira en vanalega, þú færð sterkari hugboð en áður og það raðast til þín það fólk sem þú þarft á að halda á þessari mínútu, svo dásamlegur tími er að mæta þér, elsku Vatnsberinn minn.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál