Mörg mörk skoruð!

Elsku Vatns­ber­inn minn,

það er hægt að segja með sanni að núna sé allt að ger­ast og þú sérð svo sann­ar­lega al­heim­inn hreyf­ast fyr­ir aug­un­um á þér. Janú­ar­mánuður er svo­leiðis bú­inn að skrifa inn tölu­verða streitu og í þess­um krafti streit­unn­ar verður út­kom­an spenn­andi.

Að sjálf­sögðu viltu hafa lífið bara ein­falt, ör­uggt, gott og blítt, en þér á eft­ir að finn­ast gam­an í þess­um glaða og skemmti­lega rúss­íbana sem þú ert í eða ert að fara í. Það er eins og þú get­ir tekið ákv­arðanir á leift­ur­hraða, hent þeim út í ork­una og það sem þú ósk­ar byrj­ar að ger­ast, svo hafðu ósk­irn­ar fal­leg­ar.

Þessi mánuður minn­ir á hand­bolt­ann, þar sem mörg mörk verða skoruð, einn okk­ar upp­á­halds­hand­boltamaður Geir Svein­son er Vatns­beri, mér finnst bara gam­an að segja þér frá því. Það er al­veg sama þó að þér finn­ist að það sé hálfleik­ur, þú sért mörg­um mörk­um und­ir og eng­inn mögu­leiki að ná þessu, hvorki á rétt­um tíma eða með réttri út­komu, en þegar þú ert í kraft­in­um og leikn­um verðurðu að hugsa um stund­ina sem þú hef­ur. Þú átt eft­ir spinna svo góða leik­fléttu að það kem­ur sjálf­um þér og öðrum á óvart og þú sýn­ir hörku sem þú hélst þú ætt­ir ekki til, en þegar þú þarft get­urðu stoppað eld­gos.

Í til­finn­inga­deild­inni gefðu þá þeim sem þú elsk­ar rými, traust og stuðning og þá smell­ur ást­in og út­kom­an verður góð. Þessi mánuður verður líkt og að sitja við stórt hlaðborð og úr mörgu að velja til að setja á disk­inn þinn, en ekki láta plata þig eða ginna þig í að prófa eitt­hvað af þess­um rétt­um, ef þú skynj­ar að sál þín seg­ir nei við ein­hverj­um af þess­um rétt­um, þá skaltu hlusta á inn­sæi þitt.

Þig mun dreyma meira en vana­lega, þú færð sterk­ari hug­boð en áður og það raðast til þín það fólk sem þú þarft á að halda á þess­ari mín­útu, svo dá­sam­leg­ur tími er að mæta þér, elsku Vatns­ber­inn minn.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda