Nautið: Tímabil litríkra tilfinninga og þakklætis

Elsku Nautið mitt,

þú ert að fara inn í tímabil litríkra tilfinninga og þakklætis og þú munt elska af heilum hug og það myndast svo mikil dýpt og skilningur í hjarta þínu á aðstæðum þínum og þinna nánustu. Frelsi og friður mun yfirtaka þungar hugsanir og áhyggjur, með þessari dýpt og þegar þú svo sannarlega finnur og skynjar þetta þá rífurðu af þér öll bönd sem haldið hafa þér niðri.

Fyrirgefning verður sterk yfir þér næstu mánuði, þú fyrirgefur sjálfum þér og öðrum og leyfir þér að umvefja þessar dásamlega fallegu tilfinningar, sorterar margt og mikið í kringum þig og nærir þig á því sem gefur lífinu virkilega gildi. Hræðsla tengd peningum og afkomu minnkar og um leið og þú hættir að mata hræðsluna og veita henni athygli þá koma peningar úr öðrum áttum en þú bjóst við, og þér finnst lífið skemmtilegra því þú ert tilbúinn.

Mundu bara að þó þú hafir yfirleitt rétt fyrir þér, þá skaltu samt sleppa því oftar en ekki að láta aðra vita hvað þér finnst, því ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu frekar þegja. Þú þarft nefnilega að gefa aðeins meira eftir, leyfa öðrum að redda og bjarga sér sjálfum, því ef þú flýgur fyrir þína nánustu þá fá þeir ekki vængi sjálfir og þannig byggir þú svo sannarlega upp sjálfstraustið og munt um leið sýna öðrum hversu mikið mildi er í hjarta þínu.

Venus pláneta ástarinnar og plánetan þín dýpkar og styrkir ástina, kemur þér að óvörum og ef sálufélagi þinn er ekki við hliðina á þér nú þegar þá máttu búast við að þú verðir ástfanginn þegar síst varir.

Líf þitt er að breytast hratt og þú skalt umfaðma þær breytingar því við Nautin eigum það oft til að stoppa og staðna, vegna þess að við erum dekurdýr og höfum ekki nennuna. Þetta er bjartur og góður tími sem skilgreinir sig vel og gæti gert þetta tímabil öðruvísi og meira framandi en síðustu ár.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda