Sporðdrekinn: Febrúar eflir þig andlega

Elsku Sporðdrek­inn minn,

það er búið að vera ým­is­legt að ger­ast í kring­um þig sem þú ert ekki al­veg viss um hvernig þú átt að leysa eða hvernig þú átt að haga þér. Vertu al­veg ró­leg­ur, notaðu þrjósk­una þér til hjálp­ar og þetta geng­ur allt sam­an fram­ar öll­um von­um.

Erfiðleik­ar eða álag inn­an fjöl­skyld­unn­ar hjálp­ar ykk­ur að þétt­ast sam­an og eiga betri stund­ir, það er svo skrýtið að af erfiðleik­un­um verður út­kom­an oft­ast meiri kær­leik­ur og þó að það sé streita í kring­um þig í starf­inu, er það eitt­hvað sem þú átt að leiða hjá þér.  Þú ert með svo ynd­is­lega orku og hef­ur svo góð áhrif í kring­um þig, þó þér líði ekki alltaf sem best.

Þessi mánuður sem er að koma núna efl­ir þig and­lega, fær þig til að taka eft­ir hinu merki­lega í líf­inu, gef­ur heiðarleika, betri sam­skipti og stút­fyll­ir hjarta þitt af ham­ingju. Ekki deyfa huga þinn með misómerki­leg­um efn­um, því það seink­ar ham­ingj­unni og þú verður svo ósátt­ur við sjálf­an þig.

Þú nærð svo­leiðis framúrsk­ar­andi ár­angri ef þú kær­ir þig um það, en það koma stund­um tíma­bil þar sem þú vilt láta fara lítið fyr­ir þér og vera ósýni­leg­ur, en það fer þér bara illa hjartað mitt. Leyfðu ork­unni að umfaðma þig þó ekki sé nema klukku­tíma í einu og gerðu eitt­hvað nýtt í hverri viku sem breyt­ir mynstr­inu þínu, því þegar þú niðurnjörfar þig og skrúf­ar þig fast­an færðu ekk­ert súr­efni úr ork­unni. Svo hér er tákn um að end­ur­skipu­leggja margt í kring­um þig og leyfa þér að vera óhefðbund­inn.

Það er svo sem ekk­ert merki­legt nýtt að ger­ast í ásta­mál­un­um og það verður ekki fyrr en líða tek­ur á árið, en þið sem hafið fundið sálu­fé­laga, reynið þá ekki að breyta hon­um eða hafa nokk­ur áhrif, þá geng­ur allt miklu bet­ur hjá þér.

Pen­ing­ar koma inn, ekki bara tengt vinnu, svo það verður sko al­deil­is fjör hjá þér í fe­brú­ar, settu eitt­hvað í þinn per­sónu­lega sjóð og láttu eng­an vita af því. Orka þín og kraft­ur rís með hverj­um mánuði sem kem­ur, svo þetta er allt sam­an bara rétt að byrja.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda