Vogin: Þú getur tekist á við allt

Elsku Vog­in mín,

þú ert svo dá­sam­lega gjaf­mild og heill­andi og allt verður al­veg full­komið ef þú lær­ir að úti­loka sí­felld vanda­mál, erfiðleika eða hávaða annarra, þú þarft að segja nei þegar hug­ur­inn heltek­ur og lam­ar þig af nei­kvæðri orku annarra. Þú þarft kerf­is­bundið að segja nei við hug­ann og æfa þig í þessu eins og þú sért að fara í próf, þetta er það eina sem er að stöðva að líf þitt sé full­komið.

Þú hef­ur óbilandi dug til að tak­ast á við stóra og strembna hluti, þetta er mánuður skipu­lags og þú þarft að setja þér það fyr­ir hvernig þú ætl­ar að út­færa næstu mánuði í þínu lífu og fe­brú­ar fær­ir þér öll þau verk­færi sem þig vant­ar, og þú hef­ur næg­an tíma þótt þú sért alltaf á fart­inni.

Þú held­ur áfram að laga og bæta það sem þú hef­ur verið að gera því þú ert með allt á hár­réttri leið, og þarft bara að tíma­setja, klukk­an hvað er þetta, hvenær byrj­ar þetta? Því þá fer leiðtoga­hæfn­in þín í að stimpla það inn í frum­urn­ar og þú ríst eins þitt eigið eld­fjall.

Það kem­ur nefni­lega fyr­ir að hug­ur þinn frýs og þú týn­ir tím­an­um, en núna hef­ur þú tím­ann í hendi þér og set­ur allt í dag­bók. Þú ferð að upp­skera svo miklu meira og nærð ár­angri í öllu sem þú set­ur þér fyr­ir, því þannig vinn­urðu. Það býr í þér ofboðsleg keppn­ismann­eskja og þess­vegna þegar þú tek­ur þér eitt­hvað fyr­ir hend­ur þá mun keppn­is­skapið þitt marg­fald­ast, það er málið og þú klapp­ar, það er sig­ur­inn.

Þú munt nýta tím­ann þinn vel í ást­inni og ef eitt­hvað er að angra þig í þeim mál­um þá þarftu svo­lítið að horfa svo­lítið fram­hjá því sem pirr­ar þig mest til að sjá heilda­mynd­ina bet­ur.

Þegar líða tek­ur á þenn­an sér­staka tíma sem þú ert að fara inn í er eins og þú tak­ir við verðlaun­um, viður­kenn­ingu eða vinn­ir ein­hver mála­ferli, þú verður alla­vega sæl með út­kom­una hvort sem þú ert að bíða eft­ir ein­hverju eður ei. Þú tek­ur úr sjálfri þér orku indí­án­ans, set­ur liti í kring­um þig og byrj­ar að næra þig með rétt­um at­höfn­um, sem færa þér orku, ró og gleði – sjáðu fyr­ir þér regnd­ans indí­án­anna og finndu ork­una streyma til þín.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda