Júníspá Siggu Kling er mætt!

Sigga Kling er tilbúin í sumarið.
Sigga Kling er tilbúin í sumarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað ber þessi mánuður í skauti sér? Verður þetta eintómt volæði eða verður júní mögulega frábærasti mánuður ársins? 

Sigga Kling er búin að rýna í stjörnurnar og segir að það sé undir okkur sjálfum komið hvernig þessi mánuður verði. 

„Elsku Fiskurinn minn, þú kannt svo sannarlega að meta lífið og njóta dásemdanna sem það býður upp á; að nýta tímann og ná því besta út úr mínútunni sem hægt er að fá. Þú gefur frá  þér orku og sendir frá þér strauma sem fáir standast og átt svo sannarlega eftir að skemmta þér í júní,“ segir hún um fiskinn. 

Sigga Kling mætti í heimsókn til Smartlands í gær og sagði okkur örlítið betur frá júnímánuði. 

View this post on Instagram

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Jun 5, 2020 at 6:05am PDT

Elsku Vatnberinn minn,

þú ert búinn að vera í töluverðum átökum undanfarið. En það er alveg á hreinu að þú ert með öll réttu spilin í hendi þér. Þú þarft ekki að sýna öllum hvaða skref þú ætlar að taka, vertu bara alveg rólegur því tíminn er að vinna með þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Steingeitin mín,

það er svo margt að gerast, en þér finnst alls ekki nóg vera að gerast. Þig langar að klára og vera í svo mörgu að þú átt það til að missa máttinn. Svo skoðaðu vel að gera bara eitt verkefni eða einn hlut í einu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að afla þér svo mikils hugrekkis og fá svo mikinn kjark að það er eins og þú sért að fá vængi. Þú ferð á miklum hraða frá A til B eða hvert sem þú ætlar þér.  Þetta er tími sem þú verður í essinu þínu en þú þarft að vita að til þess að halda áfram á þessari braut þarftu að sofa nóg.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þvílíkur dýrðartími er að framkallast í þínu lífi, þú sérð vart litina því þú stendur undir regnboganum. Þú færð upp í hendurnar þau tól og tæki sem þig vantar, án þess að hafa eins mikið fyrir því og þú hélst.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Vogin mín,

þú ert að sigra svo margt með litlum skrefum þó að sjálfsögðu viljir þú alltaf vera sá hástökkvari sem þú ert í raun. En þessi skref sem þú ert að taka núna eru að veita þér meiri ánægju en sjálft hástökkið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Meyjan mín,

svo merkilega staðföst og heillandi sem þú ert þá læturðu litlu hlutina fara allt of mikið í taugarnar á þér. En hindranir sem skipta engu máli eru bara sveigja á vegi þínum sem þú getur svo auðveldlega sparkað í burtu. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Ljónið mitt,

þú ert svo mikil ævintýramanneskja og miðpunktur tilverunnar. Einn daginn finnst þér allt vera 1000% jákvætt en daginn eftir gæti verið 2000% í mínus.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Krabbinn minn,

þú ert að fara inn í svo margbreytilegt líf sem tengir þig við miklar tilfinningar.  Hjá sumum eru erfiðleikar í samböndum eða ástartengingum  og annaðhvort verðurðu að duga eða drepast. Þetta þýðir að þú þarft að stoppa alla leiki og ákveða með hverjum þú vilt deila tímanum með og þetta er svo kröftug tíðni því þú átt afmæli á miðju sumri.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Tvíburinn minn,

það er allt á fullri ferð í kringum þig og engin ástæða til þess að óttast neinn skapaðan hlut. Þú finnur fyrir jafnvægi í orku og heilsufari og þegar þetta tvennt er til staðar hjá þér þá verða andinn og hugsanirnar heilar.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Nautið mitt,

þó þú hafir verið að ganga í gegnum töluvert súrt tímabil þá þurfti allt þetta að gerast til þess að þú finnir hvað þú vildir og líka hvernig þú hresstir þig við.

Það kemur fyrir að maður sé neyddur til að breyta til og þó þú hafir ekki viljað allt sem Alheimurinn sendi þér á þessum athyglisverðu tímum, þá sérðu einlægt og í hjarta þínu að þetta var hárnákvæmlega það sem þú þurftir. Til þess að tengja sálina, hugann og aðstæður við yndislegu Alheimsorkuna sem er að hjálpa þér.


Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

Elsku Hrúturinn minn,

þó að síðustu mánuðir hafi verið svolítið skrýtnir þá ert þú að rísa upp úr öskustónni á fullri fart, allstaðar tækifæri!

Ef þér finnst þú sjáir ekki möguleikana er það einungis vegna þess að það er móða í huganum þínum. Þetta verður eitt besta sumar sem þú hefur séð og það er jafnvel skrýtið að segja það. Þú planar og finnur út hvernig þú leysir málin.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda