Hrúturinn: Verðlaunin bíða þín

Elsku Hrúturinn minn, það er svolítið í eðli þínu að gerast óþolinmóður og þar af leiðandi láta allt fara í taugarnar á þér. Um leið og þú slakar á þá leysir lífið fyrir þig hindranirnar og þú kemst svo sannarlega á leiðarenda fyrr en þú bjóst við.

Það hefur verið skrýtin og spennandi orka í kringum þig. Í sumum þeim verkefnum sem þú ætlar þér ertu látinn stoppa. Ólíklegustu hlutir geta komið upp á til þess að stöðva þig, en svo ertu að fá verðlaun og viðurkenningar annars staðar frá sem þú bjóst ekki við þú ættir skilið.

Það er svo merkileg ást í kortunum þínum og þú þarft að vera duglegur að gefa öllum eins mikið og þú getur af ást, þótt þeir eigi hana ekki endilega skilið. Þetta er lykillinn að friði, betri orku og sjálfstrausti.

Það hefur ekki verið svo auðvelt í gegnum tíðina að ráðsmennskast með þig, en núna sýnir þú lipurð og auðmýkt. Að sjálfsögðu mun það fara í taugarnar á þér, en þú ert að læra þolinmæði. Þá segir þú  kannski mér finnst ég hafa lært næga þolinmæði í gegnum tíðina. Þá útskýri ég fyrir þér að það er eins og þú sért staddur í ljósaskiptum eða í „Twilight zone“  þú sérð ekki útkomuna sem blessar þig og gerir þig ánægðan.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr Steinaspilunum mínum og þau segja að þú sért sterkur og góðhjartaður verndari og kemur upp í hjartakóng og eftir því sem þú hjálpar fleirum gengur þér betur. Þú fékkst líka hjartadrottningu og hjartakóng sem táknar það sé mikil ást allt í kringum þig og það verður allt fullkomið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda