Ljónið: Það verður magnað afl yfir þér

Elsku margbreytilega Ljónið mitt, þú þarft að beita öllum þeim töfrum sem þú hefur til þess að vera kamelljón þennan mánuðinn. Þannig að þú getir heillað alla í kringum þig, ólíkustu hópa og helst allt það fólk sem verður á vegi þínum. Allt slúður er bannað, því þá magnarðu upp drama í kringum þína eigin sál og það er ekki í boði.

Þótt þú heyrir eitthvert slúður um sjálfa(n) þig láttu það ekki kremja hjarta þitt. Í góðri bók eftir Dale Carnegie stendur einmitt að „enginn sparkar í hundshræ“, svo láttu annarra orð ekki dvelja í þínum huga mínútu lengur.

Það er svo mikilvægt núna að það sé hreyfing á þér, að þú takir í þátt í fleiri viðburðum en þú ert að gera og reynir að hafa ekki dauðan tíma því þá byrja hugsanirnar að kvelja þig. Þú ert ekki hugsanir þínar heldur tær andi og rísandi viska.

Það verður magnað afl yfir þér og þú finnur hvað þú ert rólegur. Þegar þetta er komið yfir þig færðu kraftinn til að sannfæra aðra og sjálfan þig í leiðinni um hvað þú getur og hvað þú vilt.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum og þú færð besta spilið af 76 spilum. Þetta spil tengir að vonir verði að veruleika og líka að gamall draumur muni rætast þótt þú sért ekki að hugsa um það akkúrat núna.

Þú færð líka annað spil sem tengist frelsi, styrk hugans, andans og sálarinnar og þá finnurðu fyrir þakklæti. Í hvert skipti sem þú þakkar fyrir eitthvað sem þú færð, þá færðu meira af uppfylltum óskum sem þú getur líka þakkað fyrir.

Það er álag yfir ástinni, en með því rólyndi sem þú ert að fara að upplifa finnur þú jafnvægið. Ég dreg fyrir þig síðustu setninguna úr Abrakadabra-stokknum mínum og þú færð: „Lífið er bók og líf þitt verður metsölubók.“

Knús & kossar,

Sigga Kling

Fræg Ljón:

Cara Delevingne fyrirsæta, 12. ágúst

Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst

Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti, 4. ágúst

Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst

Geir Ólafsson söngvari, 14. ágúst

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum, 5. ágúst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda