Sporðdrekinn: Þú hefur guðlegt afl.

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú finnur þig mildast gagnvart því sem er í kringum þig. Þú ert eins og friðarhöfðingi með friðarpípu. Þú nennir ekki að stinga neinn og leyfir þér bara að vera nákvæmlega eins og þú vilt. Venus er svo mikið tengt þínu merki, svo allt sem þú setur ást og auðmýkt í færðu hjálp við þegar líða tekur á nóvember.

Ég dreg núna fyrir þig spil úr töfrabunkanum og í staðinn fyrir að fá tvö dró ég fjögur. Ég vel tvö úr þeim sem mér finnst henta þér. Talan á spilinu er áttan, tákn eilífðinnar. Þetta er tilfinningatengt spil og þú setur það gamla til fortíðar til þess að hafa pláss fyrir það nýja.

Næsta spil hefur töluna 15, sem gefur þér kraft leiðtogans til þess að skapa skemmtileg ævintýri. Á spilinu er mynd af Lúcifer sem var fallegasti engill Guðs, en þegar hann ríkti við hlið hans var Guð ekki sammála honum svo hann henti honum út úr himnaríki.

Setningin úr spilinu er freistingar og skilaboðin til þín eru að þú mátt leyfa þér þær því þær eru til að gera lífið litríkara og þú hefur alveg leyfi til að falla fyrir þeim. Þú ert búinn að hafa peningaáhyggjur, en leyfðu þér bara aðeins að vera kærulaus því þetta hefur alltaf bjargast og mun gera það líka núna.

Það tímabil sem þú ert staddur í flýgur áfram eins og lífið sé hraðara en vanalega. Þér finnst þú þurfir að vera búinn með þetta eða að klára hitt og þá verðurðu pirraður og leiðinlegur við sjálfan þig ef þú ert alltaf að tuða í þér. Það er bara allt í lagi fyrir þig að láta lífið bara fljóta og að synda með straumnum. Ég dreg fyrir þig setningu úr Abracadabra spilastokknum mínum og hún segir þér: Þú hefur guðlegt afl.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægir Sporðdrekar:

Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember

Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember

Karl Bretaprins, 14. nóvember

Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október

Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember

Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember

Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember 

Bergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda