Elsku Vatnsberinn minn,
það er nú ýmislegt búið að ganga á, en flestallt sem er að lenda inni í lífsferðalaginu þínu er eitthvað sem þú hefðir átt að finna á þér eða sjá fyrir.
Eina hindrunin er gagnslaus reiði, því reiði er mesta eyðileggingarafl fyrir þann sem ber hana. Þegar þessi tilfinning kemur í huga þinn, jafnvel aftur og aftur, segðu þá nei til að koma henni út og útilokaðu reiðina. Með því færð þú kraft til að vera ákveðinn á fallegan máta og vera skýr í því sem þú gerir.
Það er mikil blessun í kringum fjölskylduna þína, hvort sem þú átt afkomendur eður ei, svo þakkaðu innilega fyrir það sem er að fara svo ofsalega vel. Þú ert búinn að vera að laga til inni á heimili eða í kringum þig og fjárfesta í einhverju sem gleður þig og allt gengur eins og best verður á kosið.
Þessi kvíði sem driplar upp á yfirborðið er bara eðlilegur og það er gott að nota orðið spenntur frekar „ég er svo spennt eða spenntur“, í staðinn fyrir ég er svo kvíðin eða kvíðinn.
Þú þarft ekki að hræðast fólk og eftir því sem þú opnar faðminn betur koma fleiri og knúsa þig og ástarmálin eru þakin rómantík og litlum fallegum hlutum.
Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum og óma um leið til þess að þetta sé beint í mark. Þú færð Ásinn sem er tákn velmegunar og þó svo þú eyðir um efni fram er það bara til að byggja þig upp og skapa meira flæði af því sem þig vantar. Þú færð líka Drottningu og töluna 12, sem þýðir að þrátt fyrir þú þurfir að hætta við eitthvað, þá er bara eitthvað miklu betra og blessaðra sem kemur í staðinn. Þetta tákn er hlaðið regnboga, sjó, skýjum og fagurri konu og þú tekur áhættu og hún er hundrað prósent til bóta.
Knús & kossar,
Sigga Kling
Frægir Vatnsberar:
Laddi, 20. janúar
Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar
Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar
Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar
Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar
Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. Febrúar