Vogin: Þú endurnýjar kraftinn þinn

Elsku Vog­in mín,

ég veit það er margt búið að vera í kring­um þig sem þú hef­ur haft litla stjórn á, líkt og þú sért að snúa lukku­hjóli og vit­ir ekki hver vinn­ing­ur­inn er eða hvaða átt á að rúlla því. Næstu þrír mánuðir eru mik­il­væg­ustu mánuðirn­ir á ár­inu. Það verða töfr­ar eða galdr­ar allt í kring­um þig og ein­hvern­veg­inn mun lífið færa þér eins og á silf­urfati betri og meira spenn­andi áhuga­mál sem tengj­ast bæði vinnu og nýj­um verk­efn­um.

Þú end­ur­nýj­ar kraft­inn þinn og held­ur áfram að henda skoðunum þínum og sann­fær­ingu út í Al­heim­inn, en leyf­ir þér samt líka að leika þér.  Þér á eft­ir að líða eins og þegar þú varst krakki, þá meina ég þegar þér leið sem best sem krakki. Í þess­um krafti og góðu breyt­ing­um eru fólgn­ir galdr­ar.

Það er svo margt sem þú ert að sleppa lausu útúr lífi þínu sem hef­ur verið þér íþyngj­andi en þér hef­ur samt fund­ist þú haf­ir þurft að gera þetta, hitt og allt sam­an. Þú færð svo mörgu fram­gengt sem þú hef­ur reynt að koma í gegn í lang­an tíma og þá stopp­ar stressið, sem get­ur svo sann­ar­lega drepið mann og ann­ann. Þú færð styrki eða óvænta pen­inga, eitt­hvað sem þú bjóst alls ekki við. Skoðaðu bet­ur í kring­um þig og vertu viss um að þú finn­ur leiðina að pen­inga­ork­unni, sem er bæði já­kvætt og hjálp­ar til.

Ég dreg fyr­ir þig tvö spil úr töfra­bunk­an­um mín­um og óma (Sigga er að óma, það er al­veg satt, ég er að skrifa fyr­ir hana stjörnu­spána, heyri, upp­lifi þetta og er dol­fall­in!) og þú færð spil með töl­una 13. Henni fylg­ir dulúð og spilið seg­ir líka þú sért að fara í umbreyt­ingu og um­bylt­ingu á lík­ama þínum og út­liti. Spilið sýn­ir að þú sért að skríða út úr lirf­unni og að verða að því fal­leg­asta fiðrildi sem þú get­ur ímyndað þér. Hitt spilið teng­ist orku­stöð hjart­ans og gef­ur þér orku og dug til að segja það sem þú vilt við þá sem þú elsk­ar skýrt og skil­merki­lega. Þessi orku­stöð er svo öfl­ug á næst­unni og þú finn­ur að það er eins og þú haf­ir of­urkrafta tengt ást og hjarta.

Knús & koss­ar,

Sigga Kling

Fræg­ar Vog­ir:

Ragga Gísla, tón­list­armaður, 7. októ­ber

Marga­reth Thatcher, 13. októ­ber

Friðrik Dór, tón­list­armaður, 7. októ­ber

JóiPé, tón­list­armaður, 2. októ­ber

Kim Kar­dashi­an, raun­veru­leika­stjarna, 21. Októ­ber

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda