Elsku Hrúturinn minn, þér líður svolítið eins og þú sért á stórum togara, það hafi verið brjálaður sjógangur og þú veist ekki alveg hvernig þú réttir skipið af.
Þessi tilfinning leysist upp og fær farsælan endi þegar október heilsar þér. Þú þarft í þessu tilviki að hafa alla góða, tala ekki illa um neinn eða slúðra um nokkurn mann. Vegna þess að þú gætir átt það eftir að lenda í svipuðum raunum og sú persóna. Hafðu það sem aðalsmerki þitt að vita að þú treystir ekki þeim sem eru að tala illa um náungann og þannig eru leikreglurnar þínar alls ekki.
Komdu þér fallega út þeim hópum eða aðstæðum sem skapa þér að þú þurfir að vera með annarra manna skoðanir. Þú skalt bara ekkert endilega láta alltaf í ljós það sem þér finnst eða verða of hreinskilinn, nema auðvitað fólk biðji sérstaklega um það.
Þetta verður svo eftirminnilegur tími þar sem ótrúlegustu manneskjur munu sýna þér aðdáun og þú færð hjálparhönd ef þig vantar úr þeim hópi.
Þér mun finnast þú fáir svo mikið frelsi og þú munt leyfa þér að verða fráls eins og fuglinn sem enginn getur stoppað. Þetta er svo góður tími sem þú ert að stíga inn í, því veturinn er árstíð þín.
Ástin er eitthvað svo skemmtileg á þessu tímabili, óbeisluð kynorka sem þú getur nýtt þér til svo margs og rétti lífsförunautur þinn gæti svo sannarlega mætt þér á þessu ári. Þú hefur dugnaðinn og tignina til að bera, skerð þig út úr stórum hópi og ert forystusauður. Svo taktu það hlutverk alvarlega og þá sérðu hvað í þér býr.
Í þér býr svo góður penni og frásagnamaður, skoðaðu betur hvað þú getur gert í því. Þann 16. október er nýtt tungl og mikill viðsnúningur verður til hins betra hjá þér. Segðu já við óvenjulegum verkefnum eða einhverju sem þú myndir yfirleitt alls ekki fara út í því það mun hrinda fram flóðbylgju af skemmtilegu lífi.
Knús & kossar,
Sigga Kling
Frægir Hrútar:
Lovísa Tómas, klæðskeri
Aretha Franklin, söngkona, 25. mars
Leonardo da Vinci, listamaður, 15. Apríl
Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl
Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl
Guðbjörn Sæmundsson fótboltamaður 26 mars