Vogin: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af peningum

Elsku Vog­in mín,

þetta tíma­bil er svo sann­ar­lega þinn tími því þín ára­mót eru núna og þín ára­mót tengj­ast að sjálf­sögðu af­mæl­inu þínu.

Áður en sá dag­ur kem­ur er ým­is­legt sem þú þarft að fínstilla og þér get­ur fund­ist þreyt­andi eða þungt, en þegar af­mæl­is­dag­ur­inn þinn er liðinn finnst þér eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú sérð þú ert búin að klára svo miklu meira en þú hélst þú gæt­ir. Í þessu öllu er svo mik­il­væg staða þín, ert það þú sem stjórn­ar eða læt­ur þú stjórna þér? Í því sam­hengi vil ég segja að milli­veg­ur­inn er mik­il­væg­ur, ef þú stjórn­ar láttu þá ekki aðra halda þú stjórn­ir.

Deildu út verk­efn­um eins og þú vær­ir rík­i­s­tjórn­in með all­ar sín­ar nefnd­ir og þá sérðu að ekk­ert er þér fjöt­ur um fót og þú get­ur látið eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Og hann er í raun og veru held­ur aldrei til, svo ekki hafa nokkr­ar ein­ustu áhyggj­ur af hon­um.

Láttu þér fátt um finn­ast þó aðrir séu reiðubún­ir til að dæma þig til rétt eða rang­læt­is. Þér þarf að vera svo­lítið skít­sama um annarra manna skoðanir, því þær eru ekki þú.

Þú ert að sjá og finna leið til þess að hafa allt á rétt­um grunni. Þú munt með mik­illi vinnu hagræða hlut­um þér í vil og þegar það er orðið svo og þú finn­ur allt er að ganga er það öll­um í kring­um þig í vil líka. Þú þarft ekki að hafa áhyggj­ur af fjár­mál­um, því það mun eins og alltaf áður bless­ast.

Í ást­inni þarftu að hafa skiln­ing og skoða með hjarta þínu fjóra hluti sem þín ástargyðja eða goð hef­ur yfir að búa og ein­blína á það. Ekki reyna að breyta per­són­unni í ást­inni þinni, því þú ynd­ir ekki vilja breyta sjálfri þér, svo allt mun falla í þær skorður sem eru rétt­ar fyr­ir þig.

Nýtt tungl í þínu fal­lega stjörnu­merki verður þann 16 októ­ber og þá er kraft­ur­inn og hug­ur­inn best­ur til að nýta þér það og setja fram af full­um huga hvað þér finnst þú eiga skilið. Loka­setn­ing­in til þín er les­in af spili og hún er: Líf þitt er að fara á flug, þú hef­ur bæði kjark og dug!

Knús & koss­ar,

Sigga Kling

Fræg­ar Vog­ir:

Ragga Gísla, tón­list­armaður, 7. októ­ber

Marga­reth Thatcher, 13. októ­ber

Friðrik Dór, tón­list­armaður, 7. októ­ber

Jói Pé, tón­list­armaður, 2. októ­ber

Kim Kar­dashi­an, raun­veru­leika­stjarna, 21. októ­ber

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda