Steingeitin: Taktu þátt í ævintýrunum sem bjóðast

Elsku Steingeitin mín,

það er svo merkilegt að skoða að þú býrð í því merki sem trúir einna síst á stjörnuspeki eða önnur hindurvitni. Þetta er staðreynd í þínum huga og þú ferð eftir því. Þú sérð ekkert grátt, bara svart eða hvítt, já eða nei og orðið kannski er ekki til í orðaforða þínum.

Konan sem skrifaði bækurnar mínar, Orð eru álög og Töfraðu fram lífið er algjör Steingeit. Hún ákvað eftir að hafa þekkt mig töluvert lengi að trúa á speki mína. Hún var stödd í áramótapartý og þar ákvapð hún að biðja Almættið af öllu hjarta að færa sér nýtt líf. Hún færði hendur til himins og bað um nýtt líf, hún sé tilbúin án þess að útskýra það nokkuð frekar. Þessari vinkonu minni langaði í margt sem var skrautlegt og skemmtilegt, en  hún var ekki nógu skýr í óskum sínum og nokkru seinna komst hún að því að hún væri ófrísk, svo sannarlega kom nýtt líf!

Það eru svo margir frægir stríðsmenn í þessu merki og þar af leiðandi er þetta sterkasta merkið. Þú trúir nefnilega ekki að lífið sé unnið með heppni, svo þú skipuleggur og hugsar eins og stríðsherra um hvernig þú leysir málin. Kurteisi og virðing eru þér í blóð borin, en sem betur fer er hvatvísin skammt undan svo þú munt ekki láta neinn vaða yfir þig.

Næstu fjórir mánuðir gefa þér góð merki um að þú sért á toppnum í því eða þar sem þú vilt vera. Þér verður fyrirgefið þó þú gerir ekki alla skapaða hluti hárrétt og sért jafnvel of sein að klára eitt og annað, því þegar þú vindur þér í verkefnin er útkoman fullkomin.

Ef þú ert á lausu sýndu þá þann styrkleika í ástinni að leyfa henni að leika við þig þó þú sjáir ekki framhaldið. Taktu þátt í ævintýrunum sem eru að bjóðast þér og láttu þau skipta máli. Slakaðu á og slappaðu af, því þú ert undirbúin að takast á við allt sem fyrir þig er lagt með styrkan hug að leiðarljósi.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda