Tvíburinn: Ástin er með eld í kringum þig

Elsku Tvíburinn minn,

það er svo einkennandi fyrir þig hvað þú hefur leiftrandi kímnigáfu og forvitni. Til þess að þú náir takmarki þínu er lykillinn einfaldlega bara að spyrja og tengja þig við þá sem ráða, þá færðu góð svör.

Þú þrífst best í þekkingu, svo alls kyns námskeið og vinna sem færir þig nær þínum sannleika virkjar þig svo takmarkalaust vel núna. Þú ert einn besti sögumaður sem hægt er að fá, reyndu að nýta þér það þegar það á við. Þú átt eftir að fara af stað og það fer enginn eins hratt yfir og þú og þú átt eftir að finna hversu spenntur þú ert yfir lífinu.

Það býr í þér merkilegur spámaður, hvort sem það tengist vökudraumi eða þér er sent í svefni. Þetta er þinn sérstaki og rísandi hæfileiki, því þú munt taka miklu meira eftir hvað sálin er að segja við þig.

Taktu það sem lykilatriði í nóvember að taka ákvarðanir því þá mun uppspretta Alheimsins senda þér nýjar leiðir. Þinn skemmtilegi svarti húmor gæti átt eftir að spæla einhvern þó þú meinir ekkert með því. Farðu þá vel með þá viðkvæmu, en þetta er bæði þinn stærsti kostur og jafnframt ókostur. Þú býrð nefnilega yfir hinu fullkomna Yin & Yang sem þú getur nýtt þér í öllu því sem er að koma til þín á næstunni.

Ástin er með eld í kringum þig, passaðu þig bara á eldinum og berðu virðingu fyrir honum þá gengur allt eins og smurt.

Ef þú notar innsæi þitt (það sem þú sérð inni í þér) betur, sérðu svo greinilega að hamingjan er að banka. Slepptu þeim hindrunum sem þú hefur byggt í kringum þig til þess að finnast þú sért í öruggri höfn og leyfðu þér að elska, njóta, byggja upp gamla ást og fagna nýrri.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda