Steingeitin: Allt mun gerast á þinni vakt

Elsku Steingeitin mín,

þetta eru svo sannarlega merkilegir tímar sem þú ert að fara inn í næstu 40-50 daga, það er eins og allt ætli að gerast á þinni vakt. Allt réttlæti er fólgið í sannleikanum í kringum þig, þú finnur svo mikla nauðsyn til að brjótast út úr vanamynstri sem hefur verið að tefja þig um langan tíma. Vaninn er eins og snjókorn sem smátt og smátt hylur jörðina og þegar nóg er komið af þeim kemur snjóflóð.

Þú stendur rétt fyrir framan það og hvort sem þú vilt eða ekki og þá þarftu að brjótast út úr vananum. Þetta verða þín mestu gæfuspor um langan tíma. Þann 14 desember á nýju tungli muntu fara að finna að fólk snýr sig næstum úr hálslið þegar þú gengur framhjá. Þú dregur að þér ástina, svo opnaðu augun svo þú sjáir hana.

Þann 21 desember fer Sólin inn í Steingeitarmerkið og þá kemur sá kraftur inn að þér finnist þú getir allt, og það er hárrétt. Þú verður svo hissa á því hversu margir leita til þín og hvort sem það er manneskja sem á erfitt, vinir eða fjölskylda, þá gefurðu tíma þinn svo óeigingjarnt.

Þú þarft ekki að ljúga neinu, hvorki um líf þitt né ástæður. Ein lítil lygi dregur nefnilega að sér sjö aðrar og þá festistu í neti. Maður man nefnilega það sem er satt og með sannleikann að vopni eru þér allir vegir færir, hvort sem það tengist vinnu, verkefnum eða uppgjöri. Þú ert að leggja af stað í ævintýri sem þig hefði ekki órað að væri á vegi þínum.

Ég dreg fyrir þig tvö spil, annað spilið gefur töluna tvo sem segir þú eigir að stjórna og mynda liðsheild, því það er að vera stjórnandi. Hún sýnir líka að þú lokar hurð að baki þér og heldur á lyklinum að lífinu og ert að opna aðra hurð. Spil númer tvö hefur töluna níu sem gefur þér vellíðan og sýnir að óskir þínar geti ræst. Þetta gæti opnað fyrir tengingar út um allan heim, sem gæti til dæmis byggst á einni persónu sem verður á vegi þínum eða litlu atriði, sem sýnir hvað heimurinn er lítill. Jólaknús, Sigga Kling

Frægar Steingeitur:

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar

Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, 3. janúar

Aron Már Ólafsson, Aron Mola, 12. janúar

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú Íslands, 12. janúar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda