Tvíburinn: Þinn sanni sigurvegari er að koma í ljós

Elsku Tvíburinn minn,

það hefur allt verið töluvert út og suður í lífsmenginu þínu og þú ert ekki alveg viss um hvernig þú átt að sópa lífinu saman. En það er mín staðfasta skoðun að þetta fallega tungl sem var í Tvíburamerkinu rétt fyrir mánaðamót gerir líf þitt svo miklu auðveldara.

Þú hristir þig til, fangar hugrekkið og manst það að mótbyr er styrkur flugdrekans til að fljúga hærra og það tákn er sent þér. Hugrekki felst í því að kæra sig um kollótann um hvað er að óttast og það er bara óttinn sem einmitt getur stoppað þig. Þinn sanni sigurvegari er að koma í ljós og sá sem gengur sigurbrautina er aldrei hræddur, því þá væri hann ekki sigurvegari.

Það er svo margt og mikið og svo miklu meira en þú heldur sem býr í þér. Sálin þín er eins og Kringlan þar sem allt milli himins og jarðar fæst og sálin þín hefur allt það merkilega sem þig vantar. Ákvörðun er allt sem þarf, þú segir við sjálfan þig ég ætla að taka ákvörðun um þetta eða ákvörðun um hitt og þá spretta vængirnir fram og þú flýgur hærra.

Það eru svo margir alveg heillaðir af þér og hafa sterka skooðun á því hvað þú getur. Hlustaðu aðeins meira á þær manneskjur og steingleymdu því sem braut þig niður síðustu mánuði, það er alveg óþarfi að muna of mikið.

Það eru galdrar yfir ástinni fyrir þá sem vilja bjóða henni heim. Vertu hugrakkur og einlægur, því þá myndast engir veggir eða hindranir í kringum hana.

Velferð þín verður miklu betri en þú vonaðist eftir, en þú þarft að taka nokkrar ákvarðanir og teygja þig aðeins lengra, þá verður galdurinn þinn.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir tvíburar:

Marilyn Monroe, 1. júní 

Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí

Joan Rivers, leikkona, 8. júní

Örn Árnason leikari, 19. júní

Össur Skarphéðinsson húmoristi, 19. júní

Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda