Vatnsberinn: Þitt hlutverk er að vera leiðandi

Elsku Vatnsberinn minn,

þú hefur yfir að bera svo mikið tákn tilfinninga, en hefur verið svolítið alvarlegur yfir á að líta. Þer þér ekki að hætta að leika þér, því þá verður hugur þinn þungur og þú eldist bara. En eina ástæðan fyrir því að fólk eldist, er að það hættir að leika sér.

Hafðu engar áhyggjur af veröldinni, því heimurinn hefur ekki versnað, fréttaþjónustan hefur bara batnað. Þú þarft að nýta þér þá tækni sem þú hefur til að útiloka það sem þyngir anda þinn. Hvort sem það eru fréttir, fólk eða aðstæður.

Þess vegna þarftu að hleypa barninu út úr hjarta þínu eins og sönnu mikilmenni hæfir. Þegar þú verður reiður eða óhamingjusamur áttu erfitt með að fela það. Svo þú skalt þurrka þá skoðun af andliti þínu, brosa og láta öðrum líða vel, þá kippistu í gírinn.

Hlutverk þitt í lífinu er að koma miklu til leiðar, þó það sé bara fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína eða aðra. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og fyrra spilið gefur töluna tveir sem eru tilfinningar og ástríða. 

Hún segir líka að í huga þínum sé visst stríðsástand, en það eru bara hugsanir sem þú hefur leyft að dvelja þar. Hitt spilið gefur hjarta og töluna fimm, sem tengir þig við ástríkt við ferðalag og fyllir þig drifkrafti og fær þig til að sjá skýrt hvað þú þarft að gera.  Þú hefur áorkað svo miklu og á stuttum tíma sérðu að draumar þínir eru að verða að veruleika.

Í ástinni ertu sjálfstæður og magnaður karakter sem dregur að sér elskendur úr öllum áttum. Þú þarft að passa þig sérstaklega að því að leika þér ekki að ástinni. Það er svo margt sem er að koma í ljós núna í desember, sem skreytir líf þitt og draumana þína.

Jólaknús, Sigga Kling

Frægir Vatnsberar:

Laddi, 20. janúar

Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar

Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar

Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar

Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar

Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda