Steingeitin: Stígðu út úr búbblunni og vertu frjáls

Elsku Steingeitin mín,

það hefur verið magnað tímabil í kringum þig og þú ert af öllum krafti að breyta, bæta og finna nýjar leiðir. Þú átt svo mikið eftir að sjá í febrúar að þetta reddast og þú hefur styrk til að stíga út úr búbblunni og slíta þig frjálsa.

Ef þú lætur hefta þig eða heftir þig sjálfa niður, þá siturðu föst. En samt bara í smástund, því merkilegir og magnaðir tímar eru að mæta þér. Þú verður að athuga að í 70% af lífi þínu ertu annaðhvort í skóla eða vinnu og því þarftu að elska það sem þú gerir. Ekki gera bara eitthvað af skyldu og „af því bara“. Það fer þér illa að ganga á eftir straumnum, vera í klapphópi og þora ekki annað en að vera sammála öllu eða öllum bara til þess að líf þitt verði auðveldara. Því af auðveldu verður nefnilega ekkert, svo skoðaðu málið betur.

Þér hefur verið boðið ýmislegt undanfarið og farðu eftir þinni fyrstu hugsun gagnvart þeim atriðum. Ef nei eða kvíði kemur strax upp í hugann, sem er það sama, þá skaltu sleppa þeim hlutum í bili. Þú munt hrista upp í ástinni ef þú ert á lausu og styrkja sambönd eða sleppa þeim. Það er ekkert kannski sem virkar á næstunni, það er bara já eða nei.

Að festa sig of lengi í sömu rútínunni er sem eitur í þínum beinum. Þú ert búin að vera að sýna að allt sé slétt og fellt og í góðu, því það lítur allt svo ljómandi vel út í kringum þig og út á við, það finnst öllum öðrum. En þú ert að finna taktinn þinn svo sterkt og um leið og þú kemur sjálfri þér á óvart að þú verður þú svo hissa á sjálfri þér og þá verður leið þín spennandi, því þú ert ekki í aftursætinu í lífinu, heldur situr við stýrið.

Það er magnað tímabil að mæta þér, svo hafðu athyglina þína opna. Strax í byrjun febrúar sérðu hvað ég er að tala um.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda