Tvíburinn: Leyfðu þér aðeins meira

Elsku Tví­bur­inn minn,

hug­ur þinn er að stríða þér núna og halda of mikið aft­ur af þér. Þér finnst eins og þú sért fast­ur í „Ground­hog day“ sem þýðir að þú þolir af­skap­lega illa að upp­lifa þú sért að gera það sama aft­ur og aft­ur og dag eft­ir dag. Þetta ger­ir þráðinn þinn mun styttri og skapið stærra, en það get­ur líka verið gott.

Leyfðu þér bara að sofa aðeins meira og dreifðu slatta af kæru­leysi út á morg­un­mat­inn þinn. Þegar þú ger­ir þetta þá munu hug­mynd­irn­ar koma svo skýrt til þín og hvernig þú get­ur hreyft við líf­inu þínu og upp­skorið hrein­an sig­ur. Það er nefni­lega svo margt að tikka inn hjá þér um leið og þú leyf­ir þér að slaka á,  því þegar þú læt­ur eitt­hvað fara of mikið í taug­arn­ar á þér þá miss­irðu kraft­inn.

Þetta er svo sér­stak­ur tími fyr­ir þig til þess að skapa og nýta augna­blik­in sem allra best. Í kring­um þann 11. fe­brú­ar eru nýj­ar og frá­bær­ar frétt­ir að koma til þín og þá get­urðu sett svo margt á fulla ferð og fram­kvæmt eins og vind­ur­inn sjálf­ur.

Legðu þig fram í ást­inni, sér­stak­lega tengt fjöl­skyld­unni og mundu að þeir erfiðleik­ar sem þér finnst vera að sækja að munu sam­eina þá sem eru í kring­um þig í ótrú­legri feg­urð þegar upp er staðið. Það er svo­lítið í þér að vilja ekki angra aðra, en tím­inn er akkúrat núna til þess að pota aðeins í fólk og láta vita af þér. Bara eitt sím­tal til þeirr­ar mann­eskju sem leit­ar á huga þinn seg­ir þér þú átt að hringja STRAX, því eitt­hvað merki­legt og mik­il­vægt teng­ist þeim skila­boðum sem þú færð til þín.

Ég dreg fyr­ir þig tvö spil úr töfra­bunk­an­um og fyrsta spilið gef­ur þér töl­una sex sem tákn­ar fjöl­skyld­una, ást­ina og frjó­semi. Þar er líka mynd af orku­stöðinni sem heit­ir þriðja augað eða „Chakra“ og skila­boðin eru þau að þú búir yfir svo miklu inn­sæi, sem þýðir ein­fald­lega að sjá inn í sjálf­an sig og finna á sér líkt og þú vær­ir spá­maður.

Spil núm­er tvö er með töl­una þrjá og það fær­ir þér aðlög­un­ar­hæfni kam­elljóns­ins sem gef­ur þér sam­ein­ingu hvort sem það teng­ist ást­inni eða góðu sam­starfi sem stækk­ar hjarta þitt.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda