Hrúturinn: Næstu 90 dagar skipta höfuðmáli

Elsku Hrúturinn minn,

í huganum ertu að berjast á mörgum vígstöðvum og á mörgum þeirra finnst þér þú alls ekki vera sáttur. Stundum getur það verið stoltið eða egóið sem er að naga þig og þá finnst þér allt svo ómögulegt og ekkert ganga eins og þú vilt. Þú hefur þann kost að vera óþolinmóður og krefst þess vegna af sjálfum þér að gera eitthvað í málunum.

Á þessum undurskrýtnu tímum sem við erum á getur þú samt séð að það er svo margt sem þú hefur látið gerast og svo margt sem þú hefur afrekað. En hugur þinn er eitthvað svo tilbúinn að sjá það sem ekki gengur 100%. Og þá verðurðu að skoða, hvað viltu og hver er tilgangurinn með lífi þínu? Hann er svo sannarlega það að láta sér líða vel og vera hamingjusamur. Um leið og þú þeytir því inn í hugann á þér að erfiðleikar geti verið mjög góðir, því í þér býr mikil keppnismanneskja í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, þá er ég alls ekki að segja þú sért að keppa við aðra.

Næstu 90 dagar í lífi þínu skapa þér skýra mynd af því hvað þú getur og hver þú ert. Þú setur þér nákvæm markmið og kemur með pálmann í hendinni og berð sigur af hólmi sem eflir stolt þitt og kitlar egóið þitt. Sú hræðsla sem þér finnst vera að ógna þér er ekkert sem skiptir máli og þú munt sjá það greinilega þegar líða tekur á þennan mánuð.

Venus svífur yfir merkinu þínu og eflir ástina, en getur líka rofið samskipti ef tilgangurinn er lítill sem enginn. Ríkjandi pláneta þín, Mars, er sterkasta aflið þitt, mun tryggja þér árangur, skapa þér ástríðufullar tengingar og útkoman er hrein ánægja.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda