Nautið: Þú ert að endurnýja kraftinn þinn

Elsku Nautið mitt, þú ert búið að gefa mikið af þér og í raun hið allra besta til að öðrum líði vel. Og þótt þú skiljir þig örlítið út undan er það lykillinn að hamingjunni að efla aðra skilyrðislaust. Það eina sem fer þér ekki er að vorkenna þér og það er ekki einu sinni góð orka að vorkenna öðrum.

Þar sem ég er í Nautsmerkinu er þetta mín sterkasta setning og ég sérstaklega man að móðir mín sagði við mig þegar hún var á lífi, að þegar mér finnst ég alveg vera að bugast, þá segi ég eins og hún gerði: „Æi góða Sigga hættu þessari vorkunn og væli“ og svo fer ég bara að hlæja. Því þú getur baðað þig bæði í vinum og fjölskyldu, það elska svo margir að vera nálægt þér, ekki í eina mínútu halda annað.

Þú ert að endurnýja kraftinn þinn og spyrna við fótum, ert að gera umbreytingu á sjálfu þér, hvort sem það tengist útliti eða framgöngu. Þú ert líka að kýla á draumana þína á annan hátt en þú bjóst við. Og þótt þú finnir fyrir einhverju sleni er það ekkert sem mun tefja þig.

Þú átt einnig eftir að sjá mikla breytingu á líðan og tilfinningum og fyrir þá sem eru að skoða í kringum sig og leita að ást eru skilaboðin að hugrekki séu lykillinn að ástinni, þú þarft ekki að leita, þú þarft bara að vita. Það er dæmigert fyrir Naut að gleyma ekki þeim sem þeir hafa elskað áður og er það oft stærsta hindrunin að nýju ástarsambandi. Þú þarft að vita að engin ást er eins og önnur, alveg eins og þú ert þriggja barna foreldri þá elskar þú ekkert af börnunum eins, en þú getur elskað þau jafnt. Gefðu því ástinni möguleika. Eins og okkur Nautunum er umhugað um heimili og ekki að flytja okkur til, þá eru flutningar af einhverjum toga í kortunum áður en vori lýkur.

Það verður betri afkoma en þú þorðir að vona, sérstaklega þegar á líður, og þá færðu og finnurðu meira öryggi en þú hefur haft.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda