Vogin: Þú þarft að vera svolítið útsmogin

Elsku Vog­in mín, það hafa verið af­spyrnu lit­rík­ir og erfiðir, en ljúf­ir tím­ar und­an­farið. Þú veist núna nokk­urn veg­inn hver þú ert og hvað þú vilt. Og þú hef­ur alls ekki verið að fara út í of mikið, þótt þér finn­ist það samt. Og það kem­ur fljót­lega upp sú staða að þú fáir gjaf­ir; að óvænt mann­eskja reddi þér.

Svo fyr­ir­ætlan­ir þínar gefa þér þá út­komu sem þú vonaðist eft­ir en þú trú­ir kannski ekki á í augna­blik­inu. En augna­blik er ansi stutt og er bara sá tími sem tek­ur mann að depla auga. Lífið er í raun og veru bara eitt augna­blik og þess vegna eft­ir því sem þú verður eldri sérðu það skýr­ar hversu mik­ill sig­ur­veg­ari þú ert.

Hinn 28. mars er fullt tungl í Vog­ar­merk­inu og það er þitt tungl. Þú þarft að vera svo­lítið út­smog­in og jafn­vel grípa til hvítr­ar lygi til þess að ná því hlut­verki sem þú vilt. Ef það skaðar eng­an þá skipt­ir það ekki öllu. Hvort sem það er í mál­um tengd­um til­finn­ing­um, verk­efn­um eða öðru sem þú ert að laða til þín verður út­kom­an svo sýni­leg þegar Vog­ar­tunglið bros­ir við þér.

Þú læt­ur ein­hverja mann­eskju fara svo voðal­ega í taug­arn­ar á þér að þú get­ur pirr­ast af minnsta til­efni. En til þess að gefa þess­ari mann­eskju ekki svo mikla stjórn á lífi þínu, þegar eitt­hvað frá henni veður yfir sál­ina þína, skaltu segja orðið úti­loka. Því orð eru nefni­lega mátt­ur og orð eru álög, því orðin eru orka sem eyðist aldrei.

Mér finnst samt trú­lega þetta sé per­sóna sem þér þykir afar vænt um, en það skipt­ir ekki máli því þú þarft að gera þetta til að halda góða skap­inu. Og hvað vill maður í raun annað í líf­inu en að vera í góðu skapi? Óskaðu þér þess með mætti þinna orða.

Ef þú ert í sam­bandi er mik­il­vægt að þú haf­ir yf­ir­sýn yfir fjár­mál­in, því þú berð ábyrgð á þeim. Þú átt ekk­ert annað skilið í líf­inu en mann­eskju sem ber þig á hönd­um sér og vill gera allt til að létta þér stund­ina. Ef þér finnst búið að vera mik­ill pirr­ing­ur lengi skaltu hugsa þig tvisvar um og spá í hvort þú haf­ir gefið hjarta þitt á rétt­an stað.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda