Hrúturinn: Þú ert að vaxa og verða sterkari

Elsku Hrúturinn minn,

það er svo magnað og merkilegt við þig, að annaðhvort finnst þér allt of mikið að gera eða að gerast, eða þér finnst bara alls ekki nein hreyfing á lífinu.

Það getur stundum verið dálítið erfitt að toppa sjálfan sig, þegar allt hefur áður fyrr gengið svo skínandi vel og nóg af vinum og vandamönnum til að kætast með. Þú ert nefnilega með svo sterka örhugsun. Það kemur fyrir að þér fari fljótt að leiðast ef þú ert ekki mitt í hringiðunni sem þú varst í áður.

Þér fer nefnilega fljótt að leiðast þegar þú sérð eða finnur ekki alveg hvernig þú stjórnar straumnum í lífi þínu. Þú átt að nýta þér augnablik eða tíma sem þér finnst vera hálfdauður og ekkert að frétta í það að skrifa niður hugmyndir að skemmtilegri veröld fyrir þig. Hugmynd eða mynd sem hugurinn sendir þér er svo merkileg, en það er erfiðara að taka við myndinni þegar allt er að á fleygiferð í kringum mann.

Þessi snúningsdiskur sem þú ert á núna er að láta þig vaxa og verða sterkari. Þú ert nefnilega eins og íslenska vorið, einn daginn sér maður ekki grænt strá og þann næsta eru komin falleg gul blóm útum allt. Þú ert á nákvæmlega þessu tímabili núna og þá finnst þér þú ekki hafa þrótt til þess að ýta hlutunum eða lífinu í gang eins og þú vilt það. En næstu fjórar til sex vikur eru tíminn sem fær þig til að springa út. Þú þarft alltaf að fara að sofa eftir gott dagsverk og að hangsa er eitur í þínum beinum.

Ástin hefur einnig þennan sterka magnara yfir þessu tímabili sem þú ert að skauta inn á, en þú þarft að vera hugrakkur, hvort sem þú ert í sambandi eða ekki. Því þú munt skynja þú þarft sjálfur að gera alla þá uppbyggingu sem þú þarft. Og í raun eru einu verkfærin sem þú skalt nota er að byggja sterkara álit en þú hefur á sjálfum þér. Því það er ekki annarra manna álit sem drepur mann, heldur manns eigið. Þú munt skína jafn skært og sólin, þegar hún er upp á sitt besta á þessum blessaða heimi okkar.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda